Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Sleggjudómar á konudaginn

Ææ, ekki ætla ég að mæla afbrotum bót og allra síst þegar glæponarnir stofna lífi meðborgara sinna í hættu en það er konudagur í dag og auðvitað hafa þeir ætlað að skora prik hjá spúsum sínum og lái þeim hver sem vill. Skartgripir maður! Dýryndis djásn! Deginum reddað. Ég var nú ekki alveg svona flottur á því, bara bókmenntir og blóm en er nú nokkuð ánægður samt. Og ég held, konan líka.
mbl.is Ránstilraun í skartgripabúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið að rífa Blómaval............. og konan búin að bóna.............

Eftir nóttina í hellinum vaknaði ég hress og endurnærður, var ekki lengur þurs og heilasellurnar komnar aftur eftir að Júróbandið rústaði þeim í gær. Fór í Sundhöllina og hitti spaka öldunga sem sögðu sögur sem gerðust löngu áður en Þursaflokkurinn varð til. Nú var förinni heitið niður í Sigtún til að kaupa rauðar rósir í tilefni dagsins en viti menn........Það var búið að jafna Blómaval við jörðu!! Engar rósir þar, kannski arfi í sumar. Jæja, þar sem ég bý nú í 101, ákvað ég kaupa blómin þar. Keyrði niður Laugaveginn, kom við í Mál og Menningu og keypti þríleik sagna eftir Jón Kalman Stefánsson (Skurðir í rigningu, Sumarið bak við brekkuna og Birtan á fjöllunum) og stúlka sem er í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði í Háskólanum, afgreiddi mig. Ég sagði við hana að það veitti nú ekki af hennar líkum í dag, hún yrði að flýta sér með námið og fara svo beint í borgarpólitíkina. Ók svo niður í Bankastræti og hugðist kaupa blómin í Ráðhúsblómum en þar var slálokað (á konudaginn og kl. var  11.30)!! Endaði hjá Binna í Bergstaðastrætinu og keypti sjö stórar rósir. Upp úr kjallaranu stökk Jóhannes í Bónus og hvarf út í sólina, hlaðinn ilmandi blómum. Þegar ég kom heim var konan að enda við að bóna það sem varð eftir í gærkvöldi. Ég leit niður á gljáandi gólfflötinn sakbitinn en þar birtist mér mynd af riddara á hvítum hesti, hlaðinn rósum með bókmenntaarfinn í fögrum umbúðum og sektarkenndin hvarf eins og dögg fyrir sólu. Til hamingju með daginn elskan mín..............

Í gærkvöldi var ég algjör þurs......... og konan bónaði og bónaði...

Í gærkvöldi var ég algjör þurs. Horfði á konuna bóna gólf og lá uppí sófa með sænskan krimma eftir Mankell og Eurobandið spilaði undir bleikum tónum. Ég var örþreyttur eftir að konan var búinn að bóna og bleikir Eurotónarnir rústuðu því sem eftir var af heilasellunum, svo ég skreið inn í hellinn kl. 11 og var strax farinn að dreyma um eldgamla daga og fannst eins og ekkert hefði gerst í þrjátíu ár....... . ..zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz......................  
mbl.is Þursarnir hafa engu gleymt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju íslenska stafrófið? Af hverju ekki íslenska stafrófan?

stafrófan

Af hverju notum við orðið: Stafróf? Af hverju ekki : Stafrófa? Það er svo miklu krúttlegra og segir einhvern veginn líka svo miklu meira. Kanntu stafrófuna þína? Þetta er líka svo miklu persónulegra og femíniskara. Hver er sjötti stafurinn í stafrófunni?  Farðu með stafrófuna fyrir mig. Þú kannt nú greinilega ekki stafrófuna þína!! Farðu heim og lærðu stafrófuna þína!! kisurófan þín!!

Svo er þetta einfaldlega fallegasta og fjölskrúðugusta rófan undir sólinni. Ættum við kannski að segja: Kanntu stafskottið þitt? Kanntu stafhalann þinn? Farðu með stafdindilinn fyrir mig!! Nei, stafrófa skal það vera!! Það er svo önnur saga að það eru ekki margir sem kunna íslensku stafrófuna.

 


Afsakið.... hlé

Afsakið..... hlé. Komum aftur um leið og leikurinn hefst á ný......... utan vallar sem innan.... á meðan ætlum við að líta á nokkur já og nei sem okkur hafa borist........ eða...... nei nei, ég biðst afsökunar, já já, þú segir það......
mbl.is Þorbergur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

A hug before the kill?

Ekki ætla ég að líkja forráðamönnum Liverpool við mafíuna en er þetta ekki aðferðin sem mafían beitir þegar á að losna við fólk úr þeirra röðum? Faðmlag fyrir ferðina löngu? Fugl hvíslaði í eyra mér..................
mbl.is Benítez í góðu sambandi við Hicks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnið kenndi barni barn

Barnið kenndi barni barn

barnaskap má kalla.

Að halda að barnið barni barn

barnið barnar varla.

 

Höf. ókunnur. (Birt án ábyrgðar)


mbl.is Unglingsstúlka eignast aftur þríbura
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bridgeofbeldi

Hann tekur þetta bara af bridgepeningunum.......... Ekki fær hann svo mörg hlutverk í dag. Og nú getur bílastæðavörðurinn farið að leika sér í bridge og kannski ávaxtað sjóðinn........
mbl.is Omar Sharif þarf að greiða bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segjum nei!!!!!!

Nú eru komin á markað barmmerki á vegum Handknattleiksþjálfarasambands Íslands og Svíþjóðar sem á stendur : SEGJUM NEI! Hvet ég alla til að fá sér merki og styðja þar með baráttu þessa þjáða minnihlutahóps sem HSÍ hefur ráðist svo harkalega á.
mbl.is Aron Kristjánsson: Erfiðasta nei sem ég hef þurft að segja á ævinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dúað um Draumalandið

null

Í nótt koma til mín dísir í draumum mínum og dúa með mér um draumalandið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband