Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
5.5.2008 | 15:55
Snjóboltinn
Þetta mál er eins og snjóbolti sem rúllar niður snævi þakið fjall, bara stækkar og stækkar. Málið er hryllilegt, hroðalegt, viðbjóðslegt, djöfullegt, sorglegt, hörmulegt, óásættanlegt. Ófyrirgefanlegt. Og það er kristinn maður sem skrifar þessar línur.
![]() |
Jarðhýsið skipulagt árið 1978 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2008 | 07:22
Mugison og sögurnar
Ég er mikið fyrir góðar sögur. Ég ætla að hringja í Mugison og spyrja á hvaða elliheimili hann hefur hugsað sér að dvelja í ellinni. Þar ætla ég að vera líka ef guð lofar, til að missa ekki af neinu.
![]() |
Mugison hefur margar sögur að segja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.5.2008 | 14:56
Dæmið eigi..............
Þó umræddur einstaklingur hafi oft verið mjög umdeildur og verið fjölmiðlafóður, þá skulum við spyrja að leikslokum. Dæmið eigi, svo þér verðið eigi dæmdir sjálfir. Sjálfur hef ég, trúaður maðurinn, haft uppi ádeilur á stofnunina kirkjuna í gegnum árin, í rituðu máli, ljóði og lagi, og stundum fengið bágt fyrir. Meira að segja á stundum verið sannspár, sem ég get nefnt ykkur dæmi um ef þið viljið.
![]() |
Umkvörtun vegna sóknarprests barst kirkjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2008 | 20:14
Ég vil ráða öllu sjálfur.
Ég á ekki orð. Nú er best að þegja. Ekki alveg samt. Þó borgarstjóra færi það enn betur. En hann stynur, eins og sárveikur strútur með hausinn á bólakafi í sandinum. En við skulum vera góð við hann og láta hann í friði við sína skipulagsvinnu. Svo fer hann kannski bara bráðum eitthvað annað. Í annað eins manns ríki. Þar getur hann fengið að ráða öllu sjálfur, nema hann vilji þiggja góð ráð og hjálp annarra.
![]() |
Borgarstjóri gagnrýnir vinningstillöguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2008 | 16:14
Aldrei má maður neitt
Aldrei má maður neitt, nema oft alltaf, stundum, hvorki þegar í harðbakka slær, nema þá síður sé, annað slagið, og hvort tveggja væri, í þokkabót.
![]() |
Reyndi að innleysa 360 milljarða dollara ávísun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2008 | 10:48
Upphitun
Góð upphitun fyrir áframhaldandi hjónaband. Maður verður að kunna að spila á sína bongoblíðu. Kannski hefur hjónunum fundist vanta meira stuð í veisluna og kallað á lögguna sem á nóg af rafstuði? Hver veit?
![]() |
Brúðkaupsveislan endaði með slagsmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2008 | 12:28
Hátíðaræður
Í dag verða haldnar margar svokallaðar "hátíðaræður" sem sumir vilja kalla "barátturæður". Einnig verður farið í göngur, sem sumir kalla "kröfugöngur", en aðrir "skrúðgöngur". Þetta minnir mig á upphafsorð ræðu einhvers framámanns í Hafnarfirði fyrir margt löngu á þjóðhátíðardaginn 17. júní: Í dag er 17. júní um allt land. Jahá. Svo mörg voru þau orð.
![]() |
Kröfugöngur víða um heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.5.2008 | 10:37
Homo Sapiens
Mig minnir að uppruna hugtaksins "hommi" megi rekja til þess er skáldið Homo Sapiens orti ástarljóð til karlmanna á eyjunni Homos................til forna.
![]() |
Eyjarskeggjar sannar lesbíur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2008 | 10:11
Helgi steinninn hans Bjarna
Ég flaug einu sinni með föður mínum til Grænlands. Hafði ég þá verið í strangri þjálfun, sem fólst í tíðum flugferðum til Danmerkur, Spánar, Portúgal og fleiri landa. Ég þurfti reyndar sjálfur að borga fyrir þjálfunina en hún reyndist mér vel fyrir ferðina til Grænlands. Og ég er ekki sestur í helgan stein og ætla ekki að fara að kenna við Háskólann.
![]() |
Bjarni sest í helgan stein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)