Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Látið ekki svona krakkar

Látið ekki svona krakkar. Kobbi er mikill framkvæmdamaður, það hefur hann sýnt gegnum árin. Hann á örugglega eftir að gera fullt af góðum hlutum í þessu nýja starfi sínu. Ekki er ég stuðningsmaður Ólafs F. Magnússonar né þessa mjög svo einkennilega meirihluta sem nú ríkir í borginni okkar. Ólafur er oftast klaufalegur í framkomu fyrir utan það, að vera einn á báti í mörgum málum og ekki virðast margir vilja stíga um borð í þann bát, nema sjálfstæðismenn, sjúkir í að sækjast eftir völdum, hvað sem það kostar. Eftir einu bíð ég þó spenntur: Þegar og ef, Ólafur leggur á borðið upplýsingar um, hvernig launakjörum er yfirleitt háttað innan borgarkerfisins (það hefur hann gefið í skyn að hann muni gera), þá komi það í ljós, helst í smáatriðum, hvernig þessum málum er háttað.  Það eru jú borgarbúar sem borga launin og ekki nema sjálfsagt að atvinnurekandinn sjálfur hafi vitneskju um hverjum hann er að greiða laun og hversu mikið. Eða: Hvað finnst ykkur?
mbl.is „Ráðning í samræmi við reglur Reykjavíkurborgar"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirmyndarríkið í norðri

Það læðist að mér sá grunur að það séu ekki þeir fötluðu sem ákveða hvað kaupa skal hverju sinni. Ákvarðanirnar séu teknar af ófötluðum. Og þeir fötluðu látnir borga brúsann. Þetta finnst mér nú dáldið lásí en svo sem í stíl við annað sem viðgengst í þessu "fyrirmyndarríki" í norðrinu.
mbl.is Fötluðum á sambýli gert að borga heimilistækin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Power to the turkish people

Power to the turkish people. Íslenskt power og tyrkneskir ORMAR, Það verður ekki mikið betra.
mbl.is Landsvirkjun Power til Tyrklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiður Smári til Tottenham

Ég spái því að Eiður Smári verði leikmaður Tottenham á næsta keppnistímabili. Samuel Eto'o á leiðinni til Tottenham, hugsanlega í skiptum fyrir Berbatov, (vonandi verða þeir þó báðir í framlínunni á næsta keppnistímabili) og Eiður fylgir svo með. Bíðiði bara rólegir.
mbl.is Eiður Smári útaf vegna meiðsla eftir 23 mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má bjóða þér í umhverfismat?

Réttur dagsins: Olíuhreinsaðar álþynnur með hnjúkavirkjuðu  hnetu smjöri. Í eftirrétt: Kaldrifjaðir kóngasteinar í Lögbergssósu. Frítt gos með matnum. Verð í hádegi: 1500 krónur. Verð að kvöldi: 5000kr. 


mbl.is Borga ekki umhverfismat fyrir olíuhreinsunarstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsmet í bankaáhlaupi

Veit nokkur hvert heimsmetið er í bankaáhlaupi? Og hvað skyldi vera besti tími ársins? Það verður líklega ekki keppt í bankaáhlaupi á Ólympíuleikunum í Kína, eða hvað? Ef þið vitið eitthvað um þetta vinsamlega látið mig vita. Mjög áhugavert.
mbl.is Bankaáhlaup hafið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norskur þorskur í slorrétt

Um 700 manns lágu undir hátíðarköldu sverði í boði forseta Íslands á Bessastöðum Bjarnasonar í gær til heiðurs Friðriki krónuprinsi Danmerkur og eiginkonu hans Mary krónuprinsessu. Margt girnilegra frétta var á platseðlinum, flestir gestir fengu norskan þorsk í slorrétt, flatreiddan af að hætti þúsund þjáðra þjóða. Í aðalfrétt var svíslenskur fjallahryggur með Kaprísósum, furðuhnetum og mauksultu. Í eftirfrétt voru guðrænir ávextir að leika sér við íslenskan klaka. Munu allir hafa lifað þessa veislu af og er það vel.
mbl.is Stórveisla fyrir prinsinn á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólkið í Burma þarf hjálp..... frá OKKUR


Pyi-daung-zu Myan-ma Naing-ngan-daw

Union of Myanmar
Flag of BurmaCoat of arms of Burma

 

Tala látinna eftir fellibylinn sem gekk yfir Burma (Union of Myanmar), á örugglega eftir að hækka. Ekki verður ráðið við náttúruöflin og er þetta gífurlegt áfall fyrir hina búrmönsku þjóð en Búrma er eitt af fátækustu ríkjum veraldar. Stjórnvöld þar í landi (herforingjastjórn), eru borin þungum sökum að hafa ekki varað íbúa við yfirvofandi hættu. Herforingjastjórn hefur ríkt í landinu frá árinu 1962, þegar borgaralegri ríkisstjórn landsins var bylt og hrakin frá völdum. Það vita kannski ekki allir að aðeins ári áður, eða 1961, var einn af sonum Burma, U Thant, kjörinn aðalritari Sameinuðu Þjóðanna og þótti standa sig vel í starfi. Íbúar eru flestir Búddatrúar og með hervaldi hefur þeim verið haldið niðri í hartnær 50 ár. Og voru fyrir þann tíma lengi undir járnhæl Vesturvelda. Búrma er í útjaðri hins svokallaða "Gullna þrihyrnings" og ópíumrækt blómstrar í landinu með samþykki yfirvalda. Íbúar landsins eru tæpar 60 milljónir. Það er kannski erfitt fyrir okkur, sem búum við allsnægtir miðað við þá, að gera okkur grein fyrir þjáningum þessa fólks, sem nú ráfar um á eyðilögðum hrísgrjónaökrum(lífsbjörginni), og hefur engan aðgang að mat eða hreinu drykkjarvatni og lífshættulegir sjúkdómar bíða í næsta skrefi. Það er skylda okkar að aðstoða þetta fólk af fremsta megni en verra er að koma hjálpinni til þeirra sem þurfa hana mest. Gjörspillt yfirvöld (herforingjar), eru þekkt fyrir að skara eld að eigin köku og éta hjálpina sjálf. Um leið og þau eftirláta Búdda að sjá um "skrílinn". Enda notað trúna óspart til að halda niðri fólkinu svo áratugum skiptir. Ég skora á íslensk stjórnvöld að láta fé af hendi rakna, og það strax,og sjá til að það komist til þeirra sem mest þurfa á því að halda. Vestræn stjórnvöld, þar með talin íslensk, hljóta að ráða yfir leiðum til að koma hjálpinni á rétta staði. Nógu oft hittast ráðamenn á alþjóðlegum vetvangi, með tilheyrandi ferðalögum. Nú er nóg skrafað saman. Nú skal framkvæma.  


mbl.is Yfir 15 þúsund látnir í Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona er Ísland í dag.

Maður kemur inn í bakarí og biður um brauð: "Hvað kostar þetta brauð hérna"? "200 krónur", svarar afgreiðslustúlkan. "Nú, er útsala"?, spyr maðurinn. "Nei nei, svarar stúlkan, það kostar 200 krónur". "Áttu nokkuð nýrra brauð", spyr maðurinn. "Já, ég er með í ofninum á bak við". " Láttu mig hafa eitt svoleiðis". Stúlkan bregður sér á bak við og kemur að vörmu spori með rjúkandi brauð. " Það gera 400 kr". Hvað meinarðu, þú sagðir 200 krónur rétt áðan"? "Já, svaraði stúlkan. En það var áðan. Nú er núna". Svona er Ísland í dag.
mbl.is 250 milljóna seðill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski verð ég annar íslenski geimfarinn!!!

Bráðum get ég kannski látið gamlan draum rætast og orðið annar íslenski geimfarinn. Bjarni er jú sestur í helgan stein. Vá hvað ég er spenntur!!! Hringi niður í Háskóla strax á morgun.


mbl.is Eldflaug skotið á loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband