Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Sofnuð?

Ég... spurði sjálfan mig örstutt að því,  samt  nývaknaður (búinn að sofa drykklanga stund) og um það bil að sofna aftur: Hver er ég? Allavegega ekki þú. Svarið lét ekki á sér standa.  Frá hverjum svarið kom, læt ég liggja á milli hluta.Sem betur fer ert ekki þú ég og og ekki ég þú.......málið dautt...zzzzzzz ..........     nema nátturulega okkar ylhýra.


Sofnuð?

Ég... spurði sjálfan mig örstutt að því,  samt  nývaknaður (búinn að sofa drykklanga stund) og um það bil að sofna aftur: Hver er ég? Allavegega ekki þú. Svarið lét ekki á sér standa.  Frá hverjum svarið kom, læt ég liggja á milli hluta.Sem betur fer ert ekki þú ég og og ekki ég þú.......málið dautt...zzzzzzz ..........     nema nátturulega okkar ylhýra.


Skrýtinna fuglasöngvar....að vori

Rétt á meðan ég var að hugsa um að fara að leggja mig, duttu mér í hug vinir mínir, ekki margir, en allir þeir fáu, vel þess virði, að minnast þeirra fyrir svefninn. Og vakna svo vonandi á morgun og vona að þeir séu ennþá vinir mínir. Og þetta er enginn draumur, þó Jónsmessudraumur nálgist óðum.  Einhver annar verður að svara fyrir það. Kannski Shakespear? Eða kannski bara prjónabandbrjálaðir Íslendingar. Hvað veit ég. Vitlleysingurinn. Og allra síst á Listahátíð. Íslenskra Vitleysinga. Maður nokkur vonar nú samt, að vorið, með öllum sínum leysingum... komi sumrinu af stað. Og....... Þá gæti hugsanlega orðið gaman..... fram á haust... og ef við öll verðum heppin... kannski allan næsta vetur.. og alveg fram á næsta vor..... með fuglasöng.

Bara flott

Þetta er náttúrulega bara flott. Mikil hvatning fyrir þá sem vilja láta drauma sína rætast. Jafnvel þó þeir rætist skýjum ofar. Ég er í skýjunum. Til hamingju Yves Rossy. Þú hefur greinilega byrjað með báða fætur á jörðinni.
mbl.is Á flugi yfir ölpunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta kalla ég að vera í alvöru

Þetta kalla ég lagt vel í. Ég er ekki að tala um föðurinn, þó hann sé góður. Ég er að tala um dóttrunia, konuna, móðurina og eiginkonuna. Og stjórnmálamanninn. Ráðherrann. Vel gift. Og Kristján líka, vel giftur. Þetta kalla ég hugrekki, hreystimennsku, þor, heiðarleika og kraft.Ég gæti sagt margt fleira en það skiptir engu máli hér. Við þorgerður höfum ekki verið þekkt fyrir það að vera samstíga í einhverjum dilkum sem dýrin okkar voru og eru hólfuð í, enn þann dag í dag. Þó okkur þyki báðum vænt um fjórfætlinga. Mismunandi hávaxna. Eitthvað þessu líkt las ég, fyrir margt löngu: To be or not to be. Siðan líður tíminn og þá kemur að stund, sem mætti breyta örlítið bei...nu í: To do or not do. Eins og þeir segja á nútíma færeysku: I like it. Áfram Þorgerður. Og fyrirgefðu öll mín orð, sem hefðu að ósekju... verið færri. Farðu vel með þig.
mbl.is Hefur áhyggjur af borgarmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Streets of London

Allt sem ég skrifaði um heimildarmyndahátíðina á Patreksfirði um liðna helgi reyndist vera lygi. Að því hef ég komist núna. Ég var tekinn. Af vinum mínum og fjölskyldu. Þess vegna segi ég hugsanlega á næstunni sögur frá London. Þær verða allar sannar. Því get ég lofað ykkur. Allir hlógu dátt. Sérstaklega fíflið ég. Nema í byrjun. Það er að segja þegar ég hafði áttað mig á því, hvernig var í pottinn búið. Sumir vina minna eiga von á glaðningi. Hvenær? Hvar? Hvernig? Það veit eingöngu ég. En það verður óvæntur glaðningur. Allt var þetta nú bara afmælisgjöf frá dóttur minni, dyggilega studd af móður sinni, sem auðvitað leiddu mig öruggum höndum, báðar tvær, allan tímann, í þessu enska sveitaþorpi, sem sumir kalla, enn þann dag í dag: LONDON.

Thank you God

Mikið djöfull vorum við heppin.Ég og mitt fólk. Við vorum í London fyrir hádegi í dag. Og sluppum. Reyndar var ég á Tate modern, en fólkið mitt, sem ég elska mest í veröldinni  var niður á Oxford Steet. Shopping. Núna er ég kominn heim................ til... Íslands.... landsins okkar allra......so help me God. Thank you.  Reyndar gerðist þetta í gær.... en morðið minnti mig á morgundaginn.
mbl.is Myrtur á Oxfordstræti um miðjan dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herra Rafael og Lord Aston

Já, LÍFIÐERPÚL og það þýðir ekkert að VILLA á sér heimildir. En það virðast herra Rafael og Lord Aston ekki hafa hugmynd um.
mbl.is Benítez og O'Neill í hár saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gúttemplarar í sókn í Kópavogi

Er drukkið svona mikið á vellinum að það þurfi að opna stúku við Kópavogsvöll? Þaðkemur mér mikið á óvart.
mbl.is Opnun stúku við Kópavogsvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er kominn í mig Hvítsynningur..........

Í dag á ég afmæli. JIBBÍ!!!!!! Ég ætla að halda upp á það á morgun og mæta í kvikmyndatöku, svona nokkur skot, kl. fimm í fyrramálið. Fljúga svo í hádeginu til Patreksfjarðar á heimildamyndahátíðina og stara eins og vitlaus maður alla helgina í góðum félagsskap og njóta lífsins til hins ýtrasta. Það er kominn í mig Hvítsynningur. Eigið þið góða helgi, elskurnar mínar allar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband