Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Áfram Raggi

Ég vona svo sannarlega að Raggi málari, vinur minn, hafi fengið miða á leikinn. Ég fékk miða á mína menn þann 11. maí og var alsæll. Harðari Leedsari en Raggi hefur ekki orðið á vegi mínum. Áfram Raggi!!!!!
mbl.is Margir Leedsarar komast ekki á Wembley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki whisky eða koníak

Jæja, matarolía var það. Það var þá alla vega ekki whisky eða koníak, sem ætla má að hann hefði fengið mun meira fyrir en kannski lent í vandræðum með að flytja með sér peningahrúguna.
mbl.is Seldi þvag í stað matarolíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónarspil---- Peningaspil

Er á förum. Ekki á förum. Er á börum. Ekki á börum. Vald umboðsmanna er mikið. Kreista skal út alla peninga sem hægt er. Berbatov á förum? Ekki á förum? Drogba á förum? Ekki á förum? Ronaldo á förum? Ekki á förum? Og svo framvegis, og svo framvegis, og svo framvegis. Nóg að gera í sumar strákar!
mbl.is Ronaldo lofar engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Palli Pönk-- in memorian

Ekki gera grín að þessu. Ég átti eitt sinn Dísapáfagauk sem átti ákaflega létt með að herma eftir hljóðum mannanna. Hann fékk nafnið Palli Pönk vegna skúfsins á höfði hans. Á þessum tíma var ég oft á ferðinni eldsnemma á morgnanna eða mjög seint að kvöldi. Virtist hann sérstaklega námfús á þeim tímum frekar en öðrum. Hvarf hann frá mér tvisvar á þremur árum. Í fyrra skiptið heilsaði hann mér með virktum á svölum sjöundu hæðar í ónefndu háhýsi í Reykjavík, en þar hafði til hans spurst. Vildi hann ekki tala við nokkurn mann nema mig. Fórum við sáttir heim. Í seinna skiptið sem hann hvarf, kom vinur minn í heimsókn, uppnuminn af gáfum fuglsins, og tók hann með sér á öxlinni út í garð. Hvarf hann þá frá honum á vit fugla himinsins og ég sá hann hverfa bak við ský og sá hann aldrei meir.
mbl.is Týndur páfagaukur gaf upp heimilsfang sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlfauskar og: "Köld eru kvennaráð"

Alfarið styð ég baráttu kvenna fyrir auknum réttindum hér á landi sem annars staðar og víst er að íslenskar konur hafa náð lengra í baráttu sinni en konur víða annars staðar. Minni þó á fyrst maðurinn vísar til liðinna tíma, að einhvern tíma flugu orðin: "Köld eru kvenna ráð", en það var víst bara einhver karlfauskur sem lét þau falla. En velkominn til Íslands, Paul Vallely.
mbl.is Ættu allir að flytja til Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér fannst Chelsea vera betri aðilinn í kvöld

Um leið og ég óska Man U til hamingju með Evrópumeistaratitilinn vil ég þó taka skýrt fram, að mér fannst Chelsea vera betra í kvöld og átti mun beittari færi. ( Skot í stöng, skot í þverslá og mun fleiri skot á mark). En svona er fótboltinn. Og lífið heldur áfram. ( Ég er hvorki áhangandi Man U eða Chelsea)
mbl.is Man. Utd Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryllingur

Oft heyrir maður notað orðið "nornaveiðar" í íslensku samfélagi nútímans en þá í yfirfarinni merkingu. Eru menn þá að vísa til meintra ofsókna er þeir sæta eða aðrir. Og auðvitað með tilvísun í hinar hræðilegu galdrabrennur, er sannanlega áttu sér stað á Íslandi og víðar, fyrir margt löngu. Nú finnst mér sannarlega að menn ættu að endurskoða notkun sína á íslensku máli og finna önnur orð er lýsa betur hinum meintu ofsóknum. Ætli þróunarríki heimsins eigi eftir  að ganga í gegnum allt það sem miður hefur farið í sögu hinna svokölluðu þróuðu ríkja? Af nógu er að taka. Eins og hörmungar þriðja heimsins séu ekki nógar fyrir? Þetta eru hreint og beint hryllilegar fréttir, sem berast frá Kenýa.
mbl.is Brenndu 15 meintar „nornir" lifandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefán og Hrefna

Hvers konar kvenfyrirlitning er þetta nú? Mér þykir vænt um Hrefnu. Og mun verja hana til síðasta manns. Stefán: Mundu það með þínu framsóknarminni.
mbl.is Hrefnukvóti gefinn út í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listahátíðnihljóð

Þrettándi jarlinn af Derby? Kannski hann sé lausnin á útdauðum listamönnum? Hver veit hvernig, hvenær, hvar, og  hvers vegna, listamenn verpa eggjum. Að minnsta kosti ekki ég. En jarlinn.....hann virðist hafa vitað það.....löngu áður en við Íslendingar komumst til vits og ára...með örfáum undantekningum þó......og ein spurning í restina? Heyrir einhver þessi hljóð?
mbl.is Geirfuglsegg til sýnis í Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei er góð vísa........

Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Þess vegna eru færslurnar hér að neðan.......tvíteknar......eins og sumum finnst gott........ og gilt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband