Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Íslendingar eru bara snillingar

Nú þurfa Danir að súpa seyðið af því, að hafa talað og skrifað niður íslenskt viðskiptalíf og íslenskt hagkerfi á síðustu misserum. Nú vaða þeir um í djúpum skít. Það borgar sig ekki að abbast upp á Íslendinga, sem eru sérfræðingar í alls kyns stíflugerðum og ég tala nú ekki um í hreinlæti í gegnum aldirnar. Fyrst látum við Danina þjást aðeins í eigin óþefjan, og svo bjóðum við upp á rándýra stíflulosun. Íslendingar eru snillingar í viðskiptum. Svo snjallir, að eftir er tekið um allan heim og þó víðar væri leitað.
mbl.is Flóð í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig getur ást fjarað út í frumskógum Kólumbíu?

Ástin kemur og ástin fer. Að minnsta kosti á stundum. En hvernig ást Betancourt á eiginmanni sínum gat fjarað út lengst inni í frumskógum Kólumbíu, er mér með öllu óskiljanlegt. Og hef ég þó marga fjöruna sopið. Ekki nema þar sé að finna eitthvert innhaf sem okkur er ekki kunnugt um. Mér fróðari menn geta kannski frætt mig um þetta.
mbl.is Betancourt skildi eiginmanninn eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er Anita Briem?

Getur einhver frætt mig um hver Anita Briem er? Í einlægni, ég forvitinn maðurinn, hef ekki hugmynd um hver hún er. Er hún íslensk? Svör óskast.
mbl.is Aníta slær Cameron Diaz við í Hollywood
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langaði kerlingarnar í ranann á Rambo?

Það er spurning hvort litli drengurinn hefur ekki bara fílað það í botn að vera í rananum á Rambo? Eitthvað til að segja barnabarnabörnunum frá árið 2087? En kerlingarnar hefðu kannski fílað það ennþá betur? Það er ekki á hverjum degi sem einhver kemst í ranann á Rambo sjálfum. Hreint ekki.
mbl.is Óvænt flugferð í dýragarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Grindavík stjórnað af dýri?

Fyrirsögnin hljóðar svo:" Dýr bæjarstjóri í Grindavík". Ég get ekki skilið það öðruvísi en svo, en að blaðamaður telji að dýr hafi stjórnað bænum. Þá vaknar spurningin: Hvers konar dýr? Ég veit nú sosum betur, því að fráfarandi bæjarstjóri var og er alveg öndvegismanneskja, en blaðamaður vill kannski vera fyndinn, ja nema honum sé fúlasta alvara. Hvað veit ég.
mbl.is Dýr bæjarstjóri í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Cristiano Blatter er nútímaþræll

Feðgarnir Cristiano og Sepp Blatter eru aldeilis sammála þessa dagana. Nú er Cristiano Blatter (áður Ronaldo) ekkert nema nútíma þræll. Að vera á samningi við knattspyrnufélag í 2-3 ár og þiggja milljarða fyrir er náttúrulega ekkert annað en nútíma þrælahald. Róa verður að því öllum árum að losa aumingja drenginn undan þessu skelfilega oki og góð byrjun er að faðir hans, Sepp Blatter, bendir okkur á þessa skelfilegu staðreynd. Þetta gæti endað með því, að þrællinn yrði örkumla og kæmist ekki í bankann sinn, til að taka út milljarðana sína, sem þessir skelfilegu þrælahaldarar hafa skammtað honum af nísku sinni einni saman. Þrælahald verður ekki liðið í nútímanum. Allra síst í fótboltanum. Ó nei.
mbl.is Ronaldo frá í 10 til 12 vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílaflotinn fjármagnaður af glæpamönnum

Er það ekki svolítið tæpt að nota ökutæki, sem hefur verið lagt hald á fyrr á árinu á glæpavettvangi, til lögreglustarfa? Þykir það bara sjálfsagt mál? Kannski í Bandaríkjunum. Svo er náttúrulega bara fyndið að bíllinn var fullur af eiturlyfjum. Hvernig er þetta á Íslandi? Eru hlutir, sem eru gerðir upptækir af lögreglunni, siðan notaðir af henni? Bara forvitni.
mbl.is Lögreglubíll fullur af dópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilling á knattspyrnutoppnum

Nú skilur maður ummæli hr. Blatter um Cristiano Ronaldo í gær þegar hann sagði að Man U ætti að lofa Ronaldo að fara til Madrid, vildi hann það. Í dag var hann gerður að heiðursfélaga hjá Real Madrid! Og sæmdur merki gert úr gulli og demanti! Kannski einhverja peninga líka? Þetta bendir til spillingar í boltanum, sem margir hafa reyndar haldið fram að grasseraði víða og nær greinilega alveg á toppinn. Hvað segir Alex Ferguson núna? Það mætti segja mér að heyrðist í kallinum. Peningar peningar, Það er fótboltinn í dag.
mbl.is Blatter gerður að heiðursfélaga hjá Real Madríd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég treysti Birni, segir Ingibjörg Sólrún

img088

Björn Bjarnason og Ingibjörg Sólrún flækja saman hausum í morgunkaffinu um mál Paul Ramses.


Vodka í orkudrykknum?

Stundum má maður aldrei neitt nema sjaldan alltaf. Nema hvort tveggja sé og síður væri. Það hefur greinilega verið laumað vodka í orkudrykkinn hans fyrir leik. Kallinn hefur verið eitthvað slappur og sopið vel á. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem einhver trix væru í gangi í boltanum ,en hver man ekki eftir þegar eitrað var fyrir Tottenhamleikmenn kvöldið fyrir mjög þýðingarmikinn leik gegn West Ham fyrir tveimur árum? Sem varð svo til þess að Arsenal komst í Meistaradeildina en ekki Spurs. Það var ljótt mál.


mbl.is Bakveikur eða blindfullur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband