Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Nauðga, berja, stinga... ekkert mál???

Það er sorglegt að lesa svipaðar fréttir og þessa dag eftir dag. Enn á ný kalla ég eftir aðgerðum gegn hvers kyns ofbeldi hér á landi. Aðgerðir gegn ofbeldi hafa einhvern veginn ekki forgang hér á landi. Arfurinn úr Íslendingasögunum, þar sem hvers kyns ofbeldi er nánast sveipað dýrðarljóma, er lífseigur. Konum er nauðgað, menn eru barðir og stungnir og gerendur í ofbeldismálum sleppa oftar en ekki með vægar refsingar, ef þá nokkrar. Hnífa má nota til að gera að fiski eða skera brauð en ekki manneskjur. Helst þurfa menn að liggja dauðir í valnum, svo menn fái refsingu við hæfi. Margar manndrápstilraunir hafa verið gerðar t.d. í miðbæ Reykjavíkur, án þess að hafa verið meðhöndlaðar í réttarkerfinu sem slíkar. Mál er að linni og brýnt er, að yfirvöld sendi skýr skilaboð í þessum efnum.
mbl.is Stunginn með hnífi í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Madonna Madonna, I'm gonna.... you

Já já já. Nú æsist leikurinn. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi, ó já já. Frændur eru frændum verstir, ó já já. Nú skal mala gull fyrir meira bull. Ópíum skal fólkið fá, beint í æð. Örugglega haldinn fjölskyldufundur, alltaf þegar löngunin grípur prímadonnu Madonnu að geta börn, sem geta staðið undir fegurðarstaðlinum. En afskaplega hefur alltaf verið lítið innihald í þessum skrautlegu umbúðum. En pöbullinn gefur skít í það og dýrkar sína Madonnu og hleður undir hana í sífellu eins og hann eigi lífið að leysa. Með bunka af sorpritum og drasltónlist í eyrunum, leggst hinn Madonnski meðalmaður í sófann sinn og fróar sér fjálglega, af fúsum og frjálsum vilja.  Madonna Madonna, I'm gonna.... you.
mbl.is Brósi leysir frá skjóðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælaaðgerðabúða hvað?

Fyrir nokkrum dögum hétu þetta aðgerðarbúðir. Nú eru það mótmælabúðir. Eru einhver vandræði í markaðssetningunni? Náttúruverndarsinnanum mér sýnist það. Finniði nú eitthvað nafn á barnið svo þetta beri nú einhvern árangur. Svo skrýtið sem það hljómar er nú gott að hafa "almenning" með sér í svona málum. Kannski getiði sjokkerað eða vakið athygli með einum góðum listrænum gjörningi? Hvernig væri það? Muna svo eftir að taka vel til eftir sig þegar búðirnar verða teknar upp. Allt gler og plast í endurvinnsluna. Það má margt læra af skátunum. Gangi ykkur sem allra best.
mbl.is Mótmælabúðir á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man U býður 20 milljónir punda í Berbatov... Hlægilegt....

Dimitar Berbatov seems certain to leave Spurs

Man U hefur boðið 20 milljónir punda í Dimitar Berbatov, leikmann Tottenham. Alex Ferguson ætlar að reyna að lokka Berbatov til Man U með því, að hann fái að spila í Meistaradeildinni. Ég hef enga trú á því að Spursarar hoppi á þetta tilboð, enda allt of lág upphæð fyrir þennan snjalla leikmann, sem er núna á fullu að æfa með Spurs, fyrir komandi leiktíð. Þetta er stíllinn hjá Man U, reyna að taka það besta frá keppinautunum í krafti þeirra miklu peninga sem Unitedmenn ráða yfir. Talað hefur verið um að Spurs myndi ekki láta Berbatov fara fyrir minna en 30 milljónir punda og miðað við aðra leikmenn í úrvalsdeildinni, er hann þess virði. Berbatov hefur sjálfur lýst því yfir að hann sé í góðum hópi og Meistaradeildin innan seilingar hjá Spurs. Launin hans hafa verið hækkuð og hann virðist ánægður. Það er helst umboðsmaður hans sem er að hræra í pottinum (eins og reyndar fleiri umboðsmenn), til að fá eitthvað í sinn vasa. (Græðgi). En nú hriktir í herbúðum Man U og allt reynt til að laga ástandið þar. Berbatov er leikmaður Tottenham og leikur í Meistaradeildinni að ári, hvað sem aðstoðarmannslaus og kannski Ronaldolaus Alex Ferguson reynir að klóra í bakkann með klækjum sínum. Ég trúi ekki öðru en að Spurs standist þessa lymskulegu árás frá "desperat" Man U mönnum. Og það með stæl. "Ekki falla á græðginni", sagði einhvern tíma einhver góður maður.


Hver er þessi stúlka?

Listamenn á fiskidögum 1

Við vorum sammála um það, báðir tveir málararnir, að þetta væri mynd dagsins. Auður Birgisdóttir vinkona mín tók þessa mynd af okkur á Fiskidögum í fyrra. Hvað sú litla heitir man ég ekki, og þætti gaman að vita það. Maður verður svo gleyminn með árunum.


Flugvélar lækka stjórnlaust

Það er sök sér þegar bílar og bankar lækka. En þegar franskar flugvélar fara að lækka stjórnlaust, þá er eins gott að vara sig og veðja kannski frekar á íslenskar flugvélar eða bara vera heima hjá sér og fljúga barasta ekki neitt. Það segi ég.
mbl.is Bankar, bílar og flugvélar lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við fengum Michael.... þegar Dorit gifti sig til fjár og frægðar

Geðþekkur og góður leikari. Sá hann held ég fyrst í Alfie. Á vel heima í glanshópnum. Og nú er hann orðinn Íslandsvinur, eftir að Dorit gifti sig til fjár og frægðar. Michael..... our friend..... forever......
mbl.is Michael Caine heiðraður í Hollywood
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alex Ferguson að hætta?

Er Alex gamli að missa tökin á sínum mönnum? Nú er hans frábæri aðstoðarmaður Carlos Queiros búinn að yfirgefa United og skærasta stjarna hans þessa dagana, Cristiano Ronaldo, vill ólmur komast burt, og það sem fyrst. Kannski er sá tími runninn upp að Alex sjálfur taki pokann sinn. Hann hefur náð frábærum árangri með liðið og á hrós skilið fyrir það. En nú er kannski rétti tíminn fyrir Man U að skipta um í brúnni. Kallinn hættir þá á toppnum og yngri maður getur tekið við og byggt að hluta til á því sem sá gamli hefur byggt upp gegnum árin. Það er þó ekki víst að það dugi til að stöðva framgöngu Tottenham Hotspur undir styrkri stjórn Juande Ramos. Ég varð bara að koma þessu að........... 
mbl.is Queiroz tekur við Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvolfi

Og kaffimálari heillaði vegfarendur upp úr skónum á Laugaveginum........... á hvolfi. En ég sá engan ráðherra...... en heyrði ljúfan djass í fjarska.........
mbl.is Síðustu sólargeislarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Paul Lewis og María Jóhanna

Ég tek undir með milljarðamæringnum Peter Lewis, að hið tiltölulega væga fíkniefni, María Jóhanna, væri betur komið undir stjórn yfirvalda en í höndum undirheimamanna. Ef svo væri, gætu yfirvöld beitt sér að mun meiri krafti, í baráttunni við hin bráðdrepandi og stórhættulegu hörðu efni, sem virðast flæða hér um, sem annars staðar, eins og leysingjar að vori. Í dag er boðið upp á lögleg fíkniefni eins og tóbak og áfengi og flestum þykir það bara sjálfsagt mál. Ég er ekki að mæla með að fólk neyti neinna þessara efna, en staðreyndin er, að þau eru í boði, löglega eða ólöglega, og það verður að taka umræðuna um það, hvernig best verður farið með þessi mál öll, í nánustu framtíð. Paul Lewis virðist vera frjálslyndur maður og framlög hans til listaheimsins eru eftirtektarverð og mörgum kunn. Listamenn eru þekktir fyrir að feta ekki alltaf troðnar slóðir, og það virðist einnig gilda um Paul Lewis.
mbl.is Berst fyrir lögleiðingu fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband