Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Leyfið þreyttum að sofa

Leyfið þreyttum að sofa. Leyfið börnunum að koma til mín. Leyfið knattspyrnuáhugamönnum að vera í friði fyrir fréttum af Cristiano Ronaldo. Amen.
mbl.is Sepp Blatter: Leyfið Ronaldo að fara kjósi hann það
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiður Smári fer til Tottenham

Auðvitað sagði Eiður nei við Aston Villa. Ef hann fer eitthvað, þá fer hann til Tottenham. Það vilja allir góðir leikmenn spila með Tottenham. Þar hafið þið það.
mbl.is Eiður Smári sagði nei við Aston Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður lokað fyrir rafmagnið hjá Guðmundi?

Hvað er í gangi? Peningagnótt  blindar gjarnan menn og slævir almennt skynfæri. Musterið á hæðinni er enn á ný í fréttum. Og Musterið er í eigu Reykvíkinga. Við eigum heimtingu á því, að fá vitneskju um, hvað er í gangi í musterinu. Hvaða trúnaðarupplýsingar er um að ræða? Hvenær verða upplýsingar um fyrirtæki í eigu almennings, trúnaðarupplýsingar? Hverjum er verið að sýna trúnað? Alla vega ekki okkur, hinum almenna borgarara. Allar eru þessar upplýsingar vel faldar í kössum á hæðinni eða bara einhverstaðar úti í bæ. Við megum ekki fyrir nokkra muni komast í þær. Þá gætu sumir misst spón úr aski sínum. Amen.
mbl.is Guðmundur tók gögn með sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björk : Heldurðu að Birni sé ekki slétt sama?

Ég er sammála Björku.  Þessi ríkisstjórn á að kalla Paul Ramses heim og sameina þessa fjölskyldu strax. En ég er nánast viss um að Birni Bjarnasyni er slétt sama um, hvort hún styður ríkisstjórnina eða ekki. Það er mín tilfinning. En þar sem ég hef fengið komment um framkomu barnaverndaryfirvalda hér á landi gagnvart íslenskum fjölskyldum, sem hafa splundrað þeim og það að tilefnislausu, vil ég benda á , að það er víða pottur brotinn í íslenskri stjórnsýslu. Sjálfur lenti ég einu sinni í máli við barnaverndarnefnd á landsbyggðinni, sem hafði mjög alvarlegar afleiðingar í minni fjölskyldu, þó það splundraði henni ekki. Enn á eftir að leita réttar í því máli en það verður gert. 
mbl.is Í stjórnarandstöðu nema Ramses komi aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira af þessu

Það lofar góðu þegar embættismenn ríkisins benda stjórnvöldum á vitleysur í lögunum, í stað þess að framkvæma þau þegjandi og hljóðalaust. Hinn almenni borgari styður svona embættismenn sem eru starfi sínu vaxnir og vakandi yfir því ef um tvískinung eða um hreint bull er að ræða í lagasetningunni.
mbl.is Brenna pylsur sem má selja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólympíuleikarnir fluttir til Frakklands

Sarkozy hefur staðfest að hann hyggist sækja Ólympíuleikana sem hefjast í Beijing í Kína þann 8. ágúst! Nú, fyrst hann ætlar að sækja þá, þá sleppur maður við að fara til Kína og fer bara til Parísar í staðinn. Og samkvæmt fyrirsögninni, þá á hann líka Ólympíuleikana svo hann er í fullum rétti að sækja þá.
mbl.is Sarkozy á Ólympíuleikana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með pabbana?

En bíddu!! Hvað með föðurinn? Fer hann ekki í neina náttúrulega vímu? Heilinn á okkur karlmönnum er kannski svo lítil að ekki er hægt að framkvæma svona rannsókn á okkur? Prófessor Lane Strathearn? Er það karl eða kona? Ef hann eða hún, fyndi nú heilann í okkur karlmönnum, gæti svona rannsókn ekki hjálpað til við að feðra börn rétt? Virknin í ánægjustöðinni okkar, myndi þá aukast mun meira, ef við sæjum okkar eigin börn brosa? Bara svona létt pæling. Vitið er nú ekki meira en Guð gaf.
mbl.is Barnsbros er vímugjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú komast allir leiðar sinnar

Jæja, þar kom að því. Olíufélögin hljóta að lækka strax í fyrramálið. Þá get ég loksins skroppið út úr bænum í langþráða ferð. Haldiði að það sé ekki alveg öruggt? Olíufélögin hafa alltaf verið svo góð við okkur. Haldiði að það sé ekki svoleiðis ennþá? Verst að ég fyllti bílinn í dag. Ææ. Alltaf jafn seinheppinn. Gengur bara betur næst. 
mbl.is Veruleg lækkun á olíuverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Paul á gistiheimili eða í hælisleitendabúðum?

Undir myndinni við þessa frétt kemur fram að Paul Ramses hafi verið sendur í hælisleitendabúðir á Ítalíu. Í fréttinni sjálfri kemur fram að Paul dvelji nú á gistiheimili í Róm. Hvort er rétt? Ég spyr Moggamenn um það. Að Barack Obama eldri tilheyri sama ættbálki og Paul, finnst mér nú ekki koma þessu máli mikið við. Þið fyrigefið.
mbl.is Ástandið enn ótryggt í Kenía
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Henning Mankell mættur á staðinn

Þetta er náttúrulega óhugnarleg frétt og sorgleg og vonandi finna menn út úr þessu máli sem fyrst. En eins dauði er annars brauð, eins og sagt er. Þarna er kominn efniviður í nýja skáldsögu handa Henning Mankell, hins snjalla sænska krimmahöfundar. Þetta er ekki langt frá hans söguslóðum og oftar en ekki byrja nú sögur hans og fleiri, á einhverjum viðlíka atburði.
mbl.is Fótur flaut á land í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband