Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Hvað gerist þegar kært verður?

Björn Bjarnason fullyrðir að honum hafi ekki verið kunnugt um mál Paul Ramses áður en hann var sendur úr landi og ekki verið þar með í ráðum. Samt svolítið undarlegt. En gott og vel. Ekki vil ég efast um orð hans. Hann segir það verða tekið til efnislegrar meðferðar í ráðuneytinu verði það kært. Ingibjörg Sólrún segist treysta Birni vel til að fjalla um þetta mál. Spurningin er: Verða aðstæður fjölskyldunnar teknar með í efnislegri meðferð þess? Mannúðarþátturinn. Hinn tilfinningalegi þáttur? Nú er bara að kæra strax og sjá hvað gerist.
mbl.is Ráðherra ókunnugt um málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 milljón króna hross í þyrlu?

Vinur minn vakti máls á þessu í gær við mig. Taldi hann að um einhvers konar æfingu væri að ræða. Nú er komið í ljós að um venjulegan farþegaflutning var að ræða. Líklega auðkýfingar á leið heim af hestamannamóti. Kannski með 100 milljón króna hross í farteskinu? En hvað með það? Þeir sem eiga aurana, geta farið með þá eins og þeim sýnist, er það ekki? Okkur hinum kemur það ekkert við.
mbl.is Þyrlur sóttu tugi manna á Suðurland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Punktum basta. Málið dautt

Þetta sýnir enn og sannar að við erum bara tölur á pappír eða í tölvu. Ekkert annað. Sama hvað við segjum. En þú mótmælir og segir: Bíddu nú hægur .................... Það breytir engu. Punktum basta. Málið dautt. Finito.
mbl.is Því miður þú ert ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andrey Arshavin á leið til Tottenham?

Það vita allir sem vita vilja, að Arshavin endar hjá Tottenham Hotspur. Það munaði ekki miklu að hann lenti hjá Spurs fyrir ekki margt löngu. Nú er komið að því. Tottenham er langbesti kosturinn fyrir hann í stöðunni. Þar mun hann þroskast enn frekar sem leikmaður, undir styrkri stjórn Juande Ramos og eiga þátt í því að færa okkur marga sæta sigra. Sanniði til.
mbl.is Tilboði Barcelona í Arshavin hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur það frá hjartanu eða er verið að kaupa sér atkvæði?

Jæja, það er aðeins komin hreyfing á stjórnmálamenn í máli Paul Ramses. Spurningin er bara sú: Er verið kaupa sér atkvæði eða meina menn þetta frá hjartanu? Hvort Samfylkingarfólk og Vinstri grænir komast eitthvað með Sjálfstæðisflokkinn í þessu máli er svo önnur saga. Af bloggi Björns Bjarnasonar er það að dæma, að þetta mál sé fullafgreitt og steindautt. Búið og gert.
mbl.is Vill að dómsmálaráðherra endurskoði ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drullumall og Dr. Bogi Oln

Fyrirtækið Drullumall ehf gaf út yfirlýsingu í dag þar sem fram kemur að uppskurðurðurinn sem framkvæmdur var á olnboga Kristjönu Rónaldsdóttur, hafi heppnast mjög vel. Það var hinn þekkti færeyski skurðlæknir Dr. Bogi Oln, sem framkvæmdi aðgerðina í Þórshöfn í Færeyjum, en hann er talinn meðal fremstu olnbogaskurðlækna heimsins í dag. Það kemur svo í ljós eftir mánuð hvernig aðgerðin hefur heppnast og hvenær Kristjana getur farið að beita kökukeflinu á ný. Fyrst um sinn mun hún æfa sig á bónda sínum, Barða bakara, en vonandi líður ekki á löngu þar til Kristjana verður komin á fullt í bakstrinum.
mbl.is Vel heppnuð aðgerð á Ronaldo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Njörður og Nanna

Þegar ég fer út með hundinn minn, sneiði ég alltaf hjá Njarðargötu og Nönnugötu. Ég er nefnilega skíthræddur við drauga, síðan ég lenti í Sauradraugnum í bernsku. Það var sko ekkert smáræði. En aumingja Njörður og Nanna hafa þurft að búa við draugagang svo árum skiptir og er mál að linni. Kalla verður til drauganiðurkvaðningarmenn hið snarasta. Það er nóg til af þeim á Íslandi. Ég ætla ekki að skrifa meira að sinni. Ég held að það sé kominn draugur í tölvuna mína. nvæiobriethgnvq´qæohvhbgæqwiorhbn.9848y6ækje vþLK AMKZ+ajd........................
mbl.is Tekið til í draugahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stikkan Andersson og Abba

Mikið er gott að heyra það haft eftir Benny Andersson að Abba muni aldrei stíga á svið framar. Það er einfaldlega komið yfrum nóg. Ég var búsettur í Svíþjóð þegar þau slógu í gegn og fylgdist með þeim líka áður en það gerðist. Stikkan Andersson átti hvað mestan þátt í að allt gekk svo vel hjá þeim. Hann var ótrúleg persóna. Hann hreinlega lamdi þau upp á veraldarsviðið. Nú nýtur hans ekki lengur við, blessuð sé minning hans, en peningarnir rúlla í Abba kassann, sem aldrei fyrr.
mbl.is Aldrei saman á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kostar ein aðgerð í búðinni?

Ég vil taka það skýrt fram að ég er mjög hlynntur verndun ósnortinnar íslenskrar náttúru. En voðalega finnst mér þetta eitthvað lélegt PR. Eru þetta þjálfunarbúðir fyrir aðgerðarsinna? Ef svo er minnir þetta allt of mikið á þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn, sem mikið hafa verið í fréttum. Einnig minnir þetta á flóttamannabúðir, þar sem skelfingu lostið fólk lifir við bág kjör svo árum skiptiir. Eða kannski getur maður bara keypt sér eins og eina aðgerð í svona búðum? Eða verður gert að fiski í svona búðum, eða verða gerðar aðgerðir á fólki? Aðgerðabúðir er ljótt orð og líka svolítið ógnandi og fréttatilkynningin klúðurslega samin. Þar hafið þið það.
mbl.is Saving Iceland með aðgerðabúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljúfir tónar með Melaxnum

Einar Melax og Thorberg

Einar Melax seiðir fram ljúfa tóna hjá Ófeigi á Skóavörðustígnum.

(Ljósm. Kristbergur Pétursson).

Góða nótt englarnir mínir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband