Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

AUK ÞESS LEGG ÉG TIL AÐ BJÖRGÓLFUR TAKI FÚSA SÉR TIL FYRIRMYNDAR............

Og skori fleiri mörk........................


mbl.is Sigurganga KR heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnuspáin

Jæja. Þá hefur forleikurinn verið flautaður á fyrir næsta leiktímabil í fótboltanum, fyrir alvöru. Og það eru auðvitað boðnar stjarnfræðilegar upphæðir í stjörnur. Það kemur ekki á óvart að Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea, vilji ná í landa sinn, Kaká. Hvaða upphæð er uppi á borðinu, liggur ekki fyrir enn, en hún er há, enda nóg af rúblum, pundum, dollurum og evrum í sjóði hins hvellríka Rússa er þar ræður ríkjum. Pirlo er svo bara skiptimynt sem fylgir með. Ennþá er það þó liðsheildin sem vinnur knattspyrnuleiki og inn í hana hafa margar "stjörnur" átt í erfiðleikum með að falla. Til þess eru þær oft á tíðum of miklar" stjörnur". Við bíðum og sjáum hvað setur. Og spáum í stjörnurnar.
mbl.is Chelsea með risatilboð í Kaká og vill Pirlo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg tíðindi frá Vestmannaeyjum

Helstu tíðindin frá Vestmannaeyjum í morgun voru þau að þar var allt tíðindalaust. Þetta eru mikil tíðindi........... Fyrirsögnin fréttarinnar er að vísu dálítið undarleg: "Frekar rólegt yfir landinu". Já já, landið er rólegt og engir jarðskjálftar eða skýföll svo vitað sé.
mbl.is Frekar rólegt yfir landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er stutt í borgarastyrjöld?

Ríkir orðið borgarastyrjöld á Íslandi? Fjölmiðlar eru alla daga fullir af ofbeldisfréttum og lögregla ekki öfundsverð af hlutskipti sínu. Hver er ástæðan fyrir þessari vargöld? Drekka menn meira eða er þetta dópið eða er þetta kreppan sem fer svona í menn? Eru ryskingar á milli Íslendinga og útlendinga að verða að stóru vandamáli? Eru menn að missa stjórn á þessu öllu eða hafa hreinlega skapast þær aðstæður í okkar þjóðfélagi sem menn ráða ekki við og bjuggust ekki við? Ég held að menn verði að setjast niður og kryfja þessi mál til mergjar, áður en blóðið fer að flæða enn frekar á götum og í húsum hér á landi. Nóg er nú samt.
mbl.is Líkamsárásir og eftirför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ölvaður og æstur hælisleitandi kastaði bjórflösku í lögreglubifreið

Þessa frétt þurfti ég að lesa þrisvar til að vera viss. " Lögreglubifreið skemmdist er henni var ekið framhjá einum af skemmtistöðum Reykjanesbæjar við Hafnargötu. Ölvaður og æstur hælisleitandi kastaði í hana bjórflösku. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Verður hann yfirheyrður síðar". Allt er þetta samkvæmt dagbók lögreglu. Er það venja hjá lögreglunni á Suðurnesjum að tilgreina nákvæmlega í hvað stöðu menn eru í þjóðfélaginu, þegar hún verður að hafa afskipti af þeim? Ég er ekki að mæla því bót að menn kasti bjórflöskum í lögreglubíla, en hvers vegna í ósköpunum er tekið fram, að um hælisleitanda sé að ræða?  Er það vegna atburða liðinna daga? Er þarna svona augljós rasismi í gangi að lögreglan hefur ekki getað stillt sig um að nefna þetta í dagbókinni? Ég ætla að vona að þetta sé ekki prentvilla eða innskot blaðamanns Moggans. Enda kemur skýrt fram í fréttinni að þetta sé úr dagbók lögreglunnar. Lögreglan á Suðurnesjum er ekki öfundsverð af því, að hafa þurft að hafa afskipti af svo mörgum ribböldum, fyllibyttum og ólátabelgjum í nótt, eins og raun bar vitni. Það afsakar samt ekki það, að taka svona lagað fram í lögregluskýrslu, sem er síðan gerð opinber nánast strax. Þetta segir okkur nánast ekki neitt um "hælisleitandann". Það er daglegur viðburður að bjórflöskum sé kastað í allar áttir á Íslandi af "Íslendingum". Þetta segir hins vegar ansi margt um lögregluna á Suðurnesjum, ef satt er. Ja hérna. Hreina Ísland.
mbl.is Læti á Suðurnesjum í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eins gott............................

Það er eins gott að írskir dagar eru ekki um hverja helgi


mbl.is Erilsöm nótt á írskum dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er vonskuveður á skrifstofu dómsmálaráðherra

Veðurguðir leika við hvurn sinn fingur. Það er bongóblíða um allt land þessa dagana. Nema á skrifstofu dómsmálaráðherra. Og á skrifstofu setts yfirmanns Útlendingastofnunar. Þar er hvassviðri og vonskuveður. Það er hægur vandi fyrir þá sem þar ráða ríkjum, að breyta því óveðri í eindæma blíðu. Bara með einu pennastriki. Og verða meiri menn fyrir vikið. 
mbl.is Blíða um land allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ert þú góður töltari?

Einn af hápunktum kvöldsins á Gaddstaðaflötum er úrslitakeppni í tölti. Ég ætla að sýna samstöðu í verki og tölta út á leigu og leigja eina góða. Ætli maður skelli sér ekki á einn vestra til komast í fíling. Það er bara verst að engin verður í 101 til að dæma mitt tölt, en ég er assgoti góður töltari. Hvað skeiðið varðar, ætla ég að láta það alveg eiga sig í kvöld, ekki síst vegna þess að ég hef ekkert með pallbíl að gera. En á morgun, skeiða ég í sund. Það held ég nú.
mbl.is Um 11 til 12 þúsund á Landsmóti hestamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjampó sjampó, hvar ert þú?

Ég er haldinn þeirri ólæknandi fíkn að fara í sund á hverjum degi. Í Sundhöll Reykjavíkur. Besta sundlaugin í bænum. Þar gengur maður beint inn í söguna og mikla menningu í formi þess mikla mannauðs, sem þar jafnan er. Þar er maður í góðum félagsskap sundlaugagesta og frábærs starfsfólks. Eiginlega eins og heima hjá sér. Það eina sem hefur skyggt á þessar sundlaugaferðir er að alltaf annað slagið er einhver að lenda í, að einhverju er hnuplað frá þeim, sem betur fer sjaldan miklu, en samt. Auðvitað á þetta sér stað í öðrum sundlaugum borgarinnar líka og er þetta hvimleitt. Í fyrradag var t.d. brotist inn í bíl gamals manns á stæðinu fyrir utan og stolið frá honum skjalatösku er lá í aftursætinu. Ljótur leikur. Og ég slapp ekki alveg í gær og fór sjampólaus heim. Að mönnum skuli finnast taka því að stela einu sjampóglasi, finnst mér undarlegt. Og þó.  Annaðhvort stela menn eða ekki. Ég held að það sé mjög einfalt. Sundlaugargestir ættu að láta starfsfólk geyma öll verðmæti í þar til gerðum geymsluhólfum, á meðan þeir dvelja í sundlauginni. Það kostar ekki neitt.

Kling klang kling klang kling klang.................

Svona er Ísland. Í gegnum tíðina hef ég misst meiri svefn út af verkglöðum iðnaðarmönnum, gargandi garðsláttumönnum eða síðkvölda slípirokksmönnum, heldur en syngjandi fyllibyttum. Gildir þá einu hvar maður hefur verið búsettur í bænum. Sumir Íslendingar hafa þann leiða sið, að hamast fram eftir öllu kvöldi og jafnvel fram á nótt, við alls kyns viðgerðir og fínpússerí í kringum heimili sín, jafnvel þó þeir viti, að margir vilja njóta kvöldsins og næturinnar í friði og ró. Og enn aðrir fara hamförum eldsnemma að morgni. Þó ég búi ekki langt frá Hallgrímskirkju, nær þessi meinti hávaði ekki eyrum mínum, en ég skil vel að fólk sé pirrað bæði hótelgestir og íbúar, að vera truflaðir á þennan hátt. Svo er annað: Þó ég sé kristinn maður, þá skil ég ekki alveg að klukkur og bjöllur Hallgrímskirkju, þurfi að klingja svona oft og hátt. Það er svo sem ekkert einsdæmi að kirkjuklukkur hringi oft og hátt. Það gera þær víða um heiminn. En öllu má ofgera. Og ef dinglið á að minna mann á tímann, þá er nú lágmark að vísarnir á klukkum Hallgrímskirkju sýni réttan tíma. Það gera þeir svo sannarlega ekki. Oftast. Kling klang kling klang kling klang..................
mbl.is Íbúar kvarta undan hávaða vegna viðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband