Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Sjálfseignarstefnan- Sjálfseyðingarstefnan

Vitiði það, að með fullri virðingu fyrir þessari fjölskyldu og vonandi leysir hún sín mál, þá finnst mér þetta ekki vera nein sérstök kreppufrétt, nema hvað varðar hækkunina á lánunum, en  þær hækkanir eiga margir við að glíma í dag. Þúsundir Íslendinga hafa búið þröngt í gegnum árin og átt erfitt með að stækka við sig. Aðal vandamálið er og hefur verið sjálfseignarstefnan sem rekin hefur verið hér í áratugi, það er, að sem flestir eigi sitt húsnæði. Úrræði í húsnæðismálum hafa verið af skornum skammti og ekki fræðilegur möguleiki á því að allir eigi sitt húsnæði. Aleigan liggur oftar en ekki í steinkumbalda sem ekki skapar neina peninga og venjulegt fólk með meðaltekjur á oftar en ekki í vandræðum með að standa undir því. Hinum sem ekki geta keypt sér húsnæði, er vísað út á rándýran leigumarkað. Það verður að finna fleiri úrræði í húsnæðismálum svo að fólk geti búið í íbúðum sínum án þess að eiga á hættu að vera sagt upp eða missa þær. Það standa ekki allar fjölskyldur undir því oki sem húsnæðismálin eru á Íslandi. Þetta er nokkurs konar herskylda okkar Íslendinga að eiga þak yfir höfuðið. Svona sjálfseignarstefna er ekki rekin í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Fólki, sem hreint ekki hefur efni á því að kaupa sér húsnæði ,er hrint út í kaup og oft endar það með ósköpum og er engum að gagni. Það er brýnt verkefni að breyta landslaginu í húsnæðismálum landsmanna. Þar er og hefur verið rekin kolómöguleg stefna, sem verður að hverfa frá. 
mbl.is Föst í of lítilli íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

How much?

Fyrst Jón Gunnarsson veit svona mikið um þessi mál, hver er þá flutningskostnaðurinn sem kaupandi greiðir? 95 milljónir er náttúrulega mikið fé og slagar hátt upp í árslaun manna í viðskiptaheiminum og verkalýðshreyfingunni, en skipta þær máli fyrir þjóðarbúið?
mbl.is Flutningskostnaður stórlega ýktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veiiiiiiiiii

Veiiiiiii!!!! Æðislegt!!!!!! Við getum lifað á þessu í..................... korter.Crying
mbl.is Öruggur sigur Íslands á Liechtenstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvalafullt

Hálfvitar!! Kvalafullt að hlusta á þetta!
mbl.is 36 þingmenn vilja hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamlir kolkrabbar bíða.......

Það er ljóst af þessari frétt að tekjur af hvalveiðum eru nánast engar. Gamlir kolkrabbar bíða í startholunum eftir að fá að veiða hval. Til hvers? Heimurinn vill ekki hval. Nokkrir gamlir Japanar og Norðmenn. Upptalið. Hættum þessari vitleysu og stöðvum hvalveiðar.

Gamlir kolkrabbar bíða.......

Það er ljóst af þessari frétt að tekjur af hvalveiðum eru nánast engar. Gamlir kolkrabbar bíða í startholunum eftir að fá að veiða hval. Til hvers? Heimurinn vill ekki hval. Nokkrir gamlir Japanar og Norðmenn. Upptalið. Hættum þessari vitleysu og stöðvum hvalveiðar.
mbl.is 95 milljóna gjaldeyristekjur af hval
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert víst að frumvarpið nái í gegn

Áfram Jóhanna!! Samt er ömurlegt að horfa upp á að hún segist ekki geta rekið Davíð nema breyta lögum. Lítilmenni er Davíð að setja forsætisráðherra í þessa stöðu. Og heimurinn gerir grín að okkur, traust okkar á alþjóðvettvangi fer þverrandi með hverjum deginum sem líður, ef það er þá nokkuð eftir. Og það er ekkert víst að frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabanka, nái fram í þinginu. Og hvað gerir Jóhanna þá?
mbl.is Vill að Eiríkur hætti strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósnertanlega prímadonnan

Þetta er spor í rétta átt. Ég óska Eiríki alls hins besta í framtíðinni. En Davíð situr enn. Davíð Davíð Davíð, allt fjallar þetta um Davíð. Og Davíð dregur margt með sér niður í drullusvaðið. En honum virðist vera skítsama. Prímadonnan. Ósnertanlega. Er í stríði við sína eigin þjóð. Aumkunarvert.
mbl.is Eiríkur hættir í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolsvartir listar

Ætli þetta sé ekki eini alþjóðlegi listinn þar sem Íslendingar þokast upp á við  þessa dagana. Þó ekki sé það nú mikið en þó upp á við. Að öðru leyti eru það svörtu listarnir sem gilda fyrir Ísland. Kolsvartir listar þar sem Ísland trónir ofarlega á flestum. Og svo rífast Íslendingar innbyrðis sem aldrei fyrr og þjóðir heimsins fylgjast með í forundran. Og skal engan furða.
mbl.is Ísland upp um þrjú sæti á heimslista FIFA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanaslagur Davíðs og Ólafs Ragnars

Þetta er líklega málið í hnotskurn: Davíð versus Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar versus Davíð. Báðir með puttana í því sem þeim kemur ekkert við. Og ríkisstjórn Íslands lætur þetta yfir sig ganga og virðist ekkert ráða við þessa menn. Þessir menn mega hata hvorn annan mín vegna og djúpt virðist það hatur vera, en að þeir komist upp með þennan hanaslag, íslensku þjóðinni til óþurftar á allan hátt, er náttúrulega bara hneyksli. Það verður að gera báðum þessum mönnum það ljóst í eitt skipti fyrir öll, að þeir eru ekki í pólitík og eru ekki hærra settir en ríkisstjórn Íslands, þó þeir haldi það sjálfir.
mbl.is Skapstóri forsetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband