Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Sanngjörn úrslit

Þetta voru sanngjörn úrslit þrátt fyrir vafasama vítaspyrnudóma og mistök hjá markverði íslenska liðsins. En lélegt var íslenska landsliðið ekki. Með smá heppni hefðum við átt að geta haldið jöfnu.... en það gengur bara betur næst. Áfram Ísland!!
mbl.is EM: Ísland tapaði fyrsta leiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allsber í sementinu

Sementsverksmiðjan gengur út!!....október. Er hún að seljast eða er hún að fá sér labbitúr? Vonandi gengur hún út október en ekki krækiber og bláber. Og vonandi gengur hún ekki út allsber. Þrátt fyrir hrútaberjahasafyrirsagnir Morgunblaðsins þá vona ég að Sementsverksmiðjan haldi út og komi sterk til baka.
mbl.is Sementsverksmiðjan gengur út október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er alveg geggjað að láta hneggja sig í svefn

Það hlýtur að vera geggjað (hneggjað), að láta hneggja sig í svefn. Bölvuð ókurteisi af löggunni að virða ekki þessa hrossareið gegnum draumalandið. Það ríður ekki við einteyming. Segir svo fátt af hrossunum, sem undu vel við sinn hag(a) undir hrotum þessa svefndrukkna manns. Hver veit nema þau verði andvaka á næstunni eða þar til hinn draumríðandi sveinn losnar úr prísundinni.
mbl.is Svaf í miðju hrossastóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveittir Alþingismenn

Það er gott að Alþingismenn hafi nóg að gera. Best væri að allir landsmenn hefðu nóg að gera. Svo er því miður ekki raunin. Má þar að mörgu leyti um kenna núverandi og fyrrverandi Alþingismönnum um. Þeir gáfu kvótann, Símann og bankanna með þekktum afleiðingum fyrir íslenskt samfélag. Í nafni frjálshyggju sem leysa átti allt "dautt" fjármagn úr læðingi. Við vitum alveg hvernig það fór allt saman. Til helv..... Endurreisn samfélagsins gengur hægt og eyjan okkar í norðri er Djöflaeyja í hugum margra erlendra og það verður ansi erfitt að breyta því hugarfari og varla á færi 63 alþingismanna, sem margir hverjir bíða óþolinmóðir eftir að plotta meira í sínum eigin kjördæmum, í stað þess að gefa "Íslandi allt" eins og einvern tíma var haft á orði en virðist ekki vera uppi á borði nú.
mbl.is Lengsta sumarþing í 90 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Tottenham

Hverjir eru bestir? Spuuuuuuuuuuuuuurs!! Áfram Tottenham!!
mbl.is Lennon skaut Tottenham í toppsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaffimálverk á Skólavörðustíg 21

Ég vil nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem heimsóttu mig á sýningu mína að Skólavörðustíg 21 í gær. Stemningin var frábær, ungir og aldnir  í besta skapi og greinilegt að Menningarnóttin hafði margt að geyma fyrir marga. Sjálfur verð ég að skottast í galleríinu mánud. og þriðjud. áður en ég tek verkin niður. Áhugasamir geta hringt í 692 4321 eða haft samband á : thorberg@thorberg.is og eins þeir sem vilja sækja verkin sín. Bestu þakkir.
mbl.is Mikill mannfjöldi í miðborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing var úti með klærnar í Haga.... krækti þeim öllum í...Jón Ásgeir Jóh

Kaupþing var úti með klærnar í Haga

krækti þeim öllum í Jón Ásgeir Jóh.

Á eftir kom Skattmann það er önnur saga

sko enginn þá vissi hvað undir  því bjó.

Gagg gagg gagg ekki kast'í mig grjóti

gagg gagg gagg  ekki kast'í mig grjóti.

Gráleitum augum ég trúi að þeir gjóti

greyið hann Nonni hann þorir ekki heim.

(Lag: Siggi var úti)   Thorberg 2009.


mbl.is Hagar í gjörgæslu Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjófstart á Menningarnótt?

Eru Alþingismenn að þjófstarta á Menningarnótt?? Nei krakkar..... ég held að það sé lítil hætta á því.... eða hvað?
mbl.is Icesave-umræða stendur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunblaðið sér um sína

Ópíum fyrir pöpulinn "Björk setur hús á sölu". Ég er að hugsa um að vera bara í rúminu í dag og melta þessa frétt. Svo þarf ég náttúrulega að hringja í alla vinina og ræða þetta grafalvarlega mál. Morgunblaðið sér um sína. Svo mikið er víst
mbl.is Björk setur hús á sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóða þessum mönnum STRAX til Íslands

Það á að bjóða þessum mönnum umsvifalaust til Íslands. Þeir gætu komið hingað í boði Seðlabankans. Hægt að borga uppihaldið með handónýtum íslenskum krónum og fá fullt af gjaldeyri í staðinn. Ekki slæmt það. Myndi örugglega bæta samskiptin við Breta í leiðinni. Ekki slæmt það heldur. Gott sem fyrsta verkefni nýs Seðlabankastjóra.
mbl.is Vasaþjófar lauma seðlum á fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband