Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Gaggandi hæna á gjörspilltum nótum

Djö...... kjaftæði. Það er og verður staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn bera gífurlega ábyrgð og eiga mikla sök á því hvernig nú er komið fyrir íslensku þjóðinni. Það voru þeir sem gáfu kvótann, þeir sem skiptu bönkunum jafnt á milli sín og það voru þeir sem "seldu" Símann. Að græðgin skyldi svo taka völdin í íslensku viðskiptalífi er eðlileg afleiðing af nýfrjálshyggjustefnu þessara sömu flokka. Sem hafa svo gaggandi hænur eins og Hannes Hólmstein á sínum snærum, sem hafa verið margoft staðnar að tómu bulli, mannorðsárásum, ritstuldi og að því er virðist, algerri siðblindu. Hannes fékk að bulla undir verndarvæng Davíðs og nú er eins og hann sé að rísa upp aftur. Nú eru þessir menn að mótmæla Icesave-samningnum. Hann er gerður til að reyna að leiðrétta þá gengdarlausu spillingarpólitík sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa rekið í íslensku þjóðfélagi um áratugaskeið, fáum útvöldum til framdráttar (t.d. Finni Ingólfssyni), en íslenskri alþýðu til ólífis. Siðblinda þessara manna er algjör.
mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt er að vera glær í gegn

Til hamingju Sigmundur. Eitt er að vera KA maður, annað að vera Þór sari..... eða þannig. Ein spurning þó: Þessi banki þarna, MP banki..... er það einhver Military Police Bank, sem ætlar kannski að dreifa sér eins og golfkúlur út um allt? Hvað veit ég, litblindur maðurinn, sem sé ekki einu sinni mun á hvítu og rauðu og held mig þess vegna alltaf við það glæra? Ég verð nú að játa það, að ég er oft með galopinn munninn þó ég sé glær í gegn. Ójá...
mbl.is Sigmundur Ernir baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klukkutíma ræða á korteri.... svona menn þarf á þing

Pétur Pétursson þarf að komast á þing. Hann getur haldið klukkutíma ræðu á korteri, að sögn Björgólfs Takefusa. Það væri nú gott fyrir þinghaldið en kannski spurning af hverjum Björgólfur lærði sína stærðfræði?
mbl.is „Pétur hélt klukkutíma ræðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórsari

Stefán Berg kollegi minn segir að það sé "fullt" af Akureyringum á Alþingi. Og íþróttasinnaðir eru þeir. Fullir af íþróttaáhuga. Nægir að nefna að Sigmundur Ernir er KA maður og Þór Sari er þórsari.

Nokkur grömm af léttvíni.......

Hvaða mál er þetta? Nokkur grömm af léttvíni geta varla skaðað nokkurn mann eða málstað hans. Þetta er ekki sterka vínið sem drukkið var hér í den á Alþingi og á stundum, nokkuð ótæpilega. Þá fóru menn á "kveðast á stigið", sem var nú þegar litið er til baka, bara góð tilbreyting frá hinu endalausa tuði í þingsölum. Svo má nátturulega spyrja hvað menn eru að gera á golfmóti og kvöldverði í boði banka, þegar þeir ættu að vera í vinnunni. En það er önnur saga.
mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil dómara með pjásu

Ég vil dómara með pjásu! Þetta er allt orðið mér sólarljóst eftir hamfarir íslenskra kvenna á Em í Finnlandi. Þ.e.a.s. dómara með typpi í kvennaboltann, sem leyfa myndu meiri hörku inni á vellinum....... og dómara með pjásu í karlaboltann, sem myndu aldrei leyfa þá hörku sem nú viðgengst í karlaboltanum. Fyrir svo utan það, hvað dómurunum sjálfum liði miklu betur að dæma hjá gagnstæðu kyni. Meiðsli myndu minnka og ljótum orðum inni á vellinum fækka. Kannski bara rómantík í kaupbæti. Allir sáttir!
mbl.is EM: Ég vil dómara með typpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saga af Hruna hinum gamla og röndótta

Yngsti sonurinn, Hruni, hrundi í'ða þegar honum urðu ljósar afleiðingar verka þeirra feðga. Hrund litla kom þar hvergi nærri. Hún undi vel við sitt í Hrunamannahreppi sem fyrr.

Síðar er sagt frá því að Hruni hinn gamli hafi breytt nafni sínu í "Hrauni", ekki eingöngu til að hann yrði ekki bendlaður við Hruna hinn röndótta, heldur vildi hann þannig sýna hinum nýju heimkynnum  virðingu sína. Þar gat hann líka staðið undir nafni og hraunað yfir allt og alla, eins og hann var vanur. Og svo fékk hann alltaf sent hraun frá vinum sínum í súkkulaðiverksmiðjunni, við mikla hrifningu annara Hraunara.


mbl.is Höfða einkamál gegn hrunfólkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steinn í hólma

Steinn í hólma fyrir utan hannes.... vel geymdur þar..... þegjandi....í landi hinna vammlausu.
mbl.is Hinir vammlausu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dorit og demantarnir

Dorit fékk Kate Winslet... já.... ekki var það Óli... enda staurblankur miðað við demanta sem kvikmyndastjörnur ágirnast. Svo er hann alltaf úti að ríða, þó honum sé iðulega kastað af baki.
mbl.is Dorrit fékk Kate Winslet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Come on you Spurs......

Líf er púl fyrir suma... í fótbolta..... það var einhver Aston villa í boltanum sem Liverpool spilaði í kvöld..... come on you Spurs.......
mbl.is Aston Villa skellti Liverpool á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband