Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Glæsilegt!!

Bara glæsilegt!! Tottenham liðið var mun betra nánast allan leikinn og sigurinn hefði getað orðið mun stærri. Allt liðið spilaði vel og má kannski sérstaklega nefna Palacious, Modric og Bassong, en Keane, Defoe, Ekotto og Corluka voru líka mjög góðir. Þá kom Ledley King sterkur inn. Fastar og hnitmiðaðar sendingar einkenndu leik liðsins og greinilegt að menn mættu mjög einbeittir til leiks. Liverpool liðið náði aldrei að trufla Spurs að neinu marki og vörnin virkaði gloppótt og opnaðist hvað eftir annað. Til hamingju Spursarar!!
mbl.is Tottenham lagði Liverpool á White Hart Lane
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldraður.... ekki unggraður

Eitt er að vera aldraður..... annað að vera unggraður.
mbl.is Telegraph: Ekkert venjulegt hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkomulag........ beint á toppinn

Samkomulag? Nú á að halda stóra samkomu og meira að segja búið að semja lag fyrir samkomuna. Hvernig skyldi það hljóma? Árni Johnsen forsöngvari? Kæmi ekki á óvart.
mbl.is Samkomulag í fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sauðsvartir almúgamenn fylla íslensku fangelsin

Já já já..... Það stendur ekki á því að handtaka erlenda glæpamenn á Íslandi.... en það virðist eitthvað lengra í að íslenskir glæpamenn séu handteknir á Íslandi.... enda kannski flestir flúnir til útlanda.... með framtíðarlífeyri annara Íslendinga. Svo er náttúrulega góð afsökun að það er ekkert pláss í íslenskum fangelsum í dag nema fyrir sauðsvarta almúgamenn sem leiðst hafa út í smáglæpi eða skrikað aðeins fótur í gnægtasamfélaginu á Íslandi.
mbl.is Þekktur glæpamaður handtekinn á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitnar í kolunum

Nú hitnar í kolunum. Þessi Margrét virðist nú ekki alveg vera í lagi. Gott að láta sverfa til stáls í svona málum...... en sorglegt fyrir The Pot and the Pan party....... og íslensku þjóðina. Ég styð Heiðu B. Heiðars. Þar er röggsöm kona á ferð.
mbl.is Þráinn segir sig úr þingflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega hæfileikaríkur

Hlýjar kveðjur frá mér til Jóhannesar Kristjánssonar og fjölskyldu hans. Megi bati hans verða sem skjótastur og bestur. Við sem notið höfum hans ríku hæfileika um árabil bíðum eftir því að hann taki sviðið á ný, hress og endurnærður. Eitt er víst að Jói á þau svið sem hann velur að stíga á hverju sinni. Ótrúlega hæfileikaríkur piltur.
mbl.is Heppinn að vera á lífi eftir hjartaáfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er Jóhanna alltaf síðust til?

Ég get ekki að því gert að mér finnst Jóhanna alltaf vera síðust að borðinu þar sem liggja óleyst verkefni í bunkum. Ég hef borið mikla virðingu fyrir Jóhönnu í gegnum árin en síðustu mánuði finnst mér eins og úr henni sé allur kraftur. Verkefnin eru að vísu mjög stór og ekki auðleysanleg en hún gæti nú valið sér kröftugri aðstoðarmann en Hrannar Arnarsson.... eða eins og einhver sagði... ég verð nú að segja það. Hann hefur greinilega ekki hundsvit á almannatengslum, eins og bersýnilega hefur komið í ljós að undanförnu. Svo hef ég nú lúmskan grun um að á bak við Jóhönnu séu ýmsir hugmyndafræðingar sem mættu að skaðlausu velta fyrir sér hvort þeir eru á réttum stað.
mbl.is Jóhanna á vef Financial Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Pot and the Pan revolution... part 2

Er þetta fólkið sem telur sig fulltrúa "fólksins" á Alþingi? Fólk sem setur hagsmuni þingflokksins í fyrsta sæti, hreyfingarinnar í annað sæti og hagsmuni kjósenda í þriðja sæti, á ekkert erindi á þing. Logandi illindi í fjögurra manna hópi kann ekki góðri lukku að stýra. Ömurleg endalok á búsáhaldabyltingunni "The pot and the pan revolution". En eigum við Íslendingar nokkuð betra skilið? Fólk sem ræður ekki við búsáhöld nema í eigin eldhúsi á bara að halda sig þar. Á götum úti og á Löggjafarsamkundunni hljóma þessir pottar og pönnur eins og barið sé í tóma tunnu. Og kröftunum eytt í að berja niður sína eigin samherja. Já völdin og sviðsljósið eru ekki lengi að berhátta mannfólkið, nú frekar en endranær. Kjötkatlarnir eru greinilega girnilegir í augum "borgaranna". Það held ég að sé nokkuð ljóst.
mbl.is Vilja Þráin af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég sló Vakía

Maður var nefndur Vakía. Árið 2009 sást til hans á norðurslóðum.... nánar tiltekið á Íslandi. Þar var hann laminn niður. Var það ég sem sló Vakía?
mbl.is Byrjunarlið Íslands gegn Slóvakíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá sem vill ekki..........

Sá sem vill ekki þegar hann fær...... hann fær ekki þegar hann vill....... svo einfalt er það nú.
mbl.is „Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband