Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Grótta- KR.......... Ísland- Tortóla..... Þór- KA.....

Þetta er nú auðleyst. Bara hringja í Björgólf Thor og hann reddar þessu tímabundið. Með víkjandi láni. Án skuldatrygginga og afleiða þeirra. Borgað eftir minni, sem er nú ekki sem best þessa dagana hjá íslensku þjóðinni. Okkur til hagsbóta. Hvernig væri bara að sameina Ísland og Tortólaeyjar svona eins og Grótta- KR í boltanum? Það er dæmi sem gæti gengið upp.
mbl.is Útlit fyrir að fjármögnun Landsbankans frestist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Linkindur á flokksins línu?

Mér finnst nú Össur  tala nokkuð skýrt í þessu máli.... allavega eins og staðan er. Skoðanir eru skiptar og ég get ekki reiknað  út hvor kosturinn er betri til framtíðar fyrir íslenskt samfélag. Það verða aðrir að gera. Mestu máli skiptir að menn færi rök fyrir skoðunum sínum og Alþingismenn kjósi í þessu máli sem öðrum efir sannfæringu sinni en ekki eftir flokkslínum, eins og oft hefur gerst. Og Guð forði okkur frá linkindum, sem reyna að hanga á ráðherradómi sínum eða öðrum embættum hvað sem það kostar, valdsins vegna.
mbl.is Ríkisstjórn á suðupunkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir Íslendingar

Það er ennþá þetta með enskukunnáttu ráðamanna. Það er farið að bitna allverulega á okkur Íslendingum að íslenska hefur ekki enn náð fótfestu sem alþjóðlegt samskiptamál í viðskiptum og stjórnvalda á milli. Það stendur kannski til bóta í framtíðinni, því eru Íslendingar ekki bestir í öllu? Ég hélt það.
mbl.is Fjórir ráðherrar breyttu bréfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleiður og hundleiður

Menn voru ekki að kaupa nein skuldabréf. Menn voru að kaupa afleiður á skuldatryggingar á Kaupþing til að hækka verð trygginganna. Og enginn vill kannast við barnið. Það verður bara að taka DNA prufur á bréfunum og lyklaborðunum, til að komast að hinu sanna í málinu. Megi sú niðurstaða hljóma í bankahvelfingum heimsins sem og annars staðar. Ekki benda á mig... það var Þjóðverji sem sagði mér að gera þetta svona.
mbl.is Kaupþing átti hugmyndina en ekki Deutsche Bank
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir í gróða

Íslendingar hafa alltaf verið snillingar í að græða hver á öðrum...... í stað þess að græða á öðrum þjóðum... eins og aðrar þjóðir gera. Næst þegar löggan fer í bankann, þá græðir bankinn á henni. Einfalt og hringlandi gott. Allir í gróða.
mbl.is 300.000 kr. í hraðasektir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskur dómsúrskurður?

Ég þarf miklu meiri upplýsingar til að skilja þetta mál. Ég finn til með blessaðri konunni og skil að hún er hissa og hlessa. Hvernig getur svona gerst? Svari einhver spurningum konunnar. Ég get það ekki. Íslenskur dómsúrskurður......
mbl.is Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá von ennþá?

"Ekki er öll nótt úti enn". Segir forsætisráðherra. Þýðir það, að ef sáttagrundvöllur er ekki fyrir hendi (ég veit ekki alveg hvort hún á við sættir millum Alþingismanna eða sættir við Hollendinga og Breta), Þá verði hér svartnætti? Kannski ætti maður að velta fyrir sér hvað það merkir í raun og veru á íslensku þegar sagt er: "Það er ekki öll nótt úti enn". Smá von ennþá?? Forsætisráðherra lifir í voninni. Svo mikið er víst.
mbl.is Ekki öll nótt úti enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki þunglyndi...... þetta er léttlyndi

Það bætir a.m.k. ekki úr skák að líta leiðtoga sína í sjónvarpi með signar axlir og lútin höfuð, talandi um að það sé best að vona það besta. Ekki er algert vonleysi meðan einhver er vonin. Þetta er ekki þunglyndi. Þetta er léttlyndi.
mbl.is Gífurlegt þunglyndisálag á íslensku þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann lá í frystikistunni í 17 ár... (lag: Ó María)

"Hann sigldi út um höfin blá í sautján ár"........ nei..nei..nei...nei , ég meina lá í frystikistunni í sautján ár. Úlfar minn: Með allri virðingu fyrir þér og starfi þínu...... þá myndi mig ekki langa í 17 ára gamalt hvalkjöt. Hvernig er það: Er hægt að geyma kjöt og fisk endalaust í frysti? Tapar það engum gæðum? Ekki þar fyrir að ég borða ekki hvalkjöt en það er önnur saga.
mbl.is Hvalkjötið dugði Úlfari í sautján ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tottenham- Liverpool......4-2

Áhugaverður leikur framundan: Tottenham-Liverpool 16. ágúst. Mættust í lokaleik síðustu leiktíðar og nú í fyrsta leik komandi leiktíðar. 3 miðverðir úr hvoru liði á sjúkralista. Gæti orðið markaleikur...... Eigum við að segja 4-2..... fyrir Tottenham? Já já ... segjum það.
mbl.is Benítez sagður vilja fá Turner
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband