Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Ætluðu þeir að kaupa Alþingi?

Kaupþing stofnar fyrirtæki. Kaupþing skráir!! síðan þessi fyrirtæki á prívataðila!! Kaupþing lánar síðan þessum fyrirtækjum stórfé... fúlgur.... þó það sé óhagstætt fyrir bankann!! Tekið skal fram að lántakendur þessir áttu stóra hluti í Kaupþingi. Er ekki allt í lagi heima hjá ykkur!!! Ef fréttin er rétt, er hér um stórglæp að ræða..... en kannski ekki jafn stóran glæp og þegar kjötlærinu var stolið hér um árið..... tengsl í hærri þrepum þjóðfélagsins eru býsna sterk. Kannski var lokatakmark Kaupþings að "kaupa" Alþingi....sbr. einkunnarorðin í boðhætti: Kaup þing. Hvað veit ég almúgamaðurinn.
mbl.is Grunur um misnotkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu..... hver stjórnar Kaupþingi?

Bíddu....... hver stjórnar Kaupþingi?? Er það stjórn bankans... bankastjórinn... eða skilanefndin?? Detti nú af mér allar dauðar lýs!  Hvers konar endemis dæmalaust rugl er þetta? Er þetta fólk ekki í lagi? Skytturnar þrjár? Ég bara spyr?
mbl.is Stjórn Kaupþings harmar skaðann af lögbanninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræðst NATO á "lille Island"?

Er ekki bara kominn tími til að NATO styrki varnirnar á Íslandi til að verjast árásum frænd- og vinaþjóða okkar Íslendinga? Það sannast enn einu sinni: Frændur eru frændum verstir. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Það er bara rómantík. Kannski er Anders Fogh of mikill "vinur" okkar til að gera eitthvað í málinu. Kannski ræðst NATO bara á "lille Island"? Maður verður að fara að huga að heykvíslunum.
mbl.is Herlið NATO eflt í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn er dásamlegur

Nú verð ég að fara að endurnýja áskrift mína að Morgunblaðinu svo ég missi ekki af neinu í nýju framhalssögunni um hann Ryan O'Neal. Þvílíkt handrit. Mogginn hlýtur að hafa þurft að punga út digrum sjóði til hreppa handritið. En Mogginn er dásamlegur og dýrt kveðið þar á hverri síðu þessa dagana.
mbl.is O'Neal gaf 11 ára syni sínum kókaín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Signar axlir eða innherjabökuð bankapizza?

Hvað skyldi ríkisstjórnin fá sér í hádegismat? Kannski signar axlir og lútin höfuð? Og vandræðavelling í eftirrétt? Hvað veit ég? Það er nú svo mikið að gera hjá þeim greyjunum að það verður eitthvað fljótlegt hjá þeim í kvöldmatinn. Líklega innherjabökuð bankapizza með Þistilfjarðarhjörtum og heilagri hallelújasósu. Mjög fljótlegt og ljúffengt. Og svo náttúrulega bananasplitt frá Brussel í eftirrétt. Bon appetit!
mbl.is Þurfa breyttar reglur um bankaleyndina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kollurinn tómi

Það kæmi mér ekki á óvart ef Bretarnir yrðu á undan að sakfella menn fyrir fjárglæpi í bankakerfinu. Íslensk stjórnvöld draga lappirnar og eru aðallega í því að koma fram með heimskulegum hætti, sbr. útbrot aðstoðarmanns forsætisráðherra á dögunum. Íslendingar geta ekki tekið á eigin málum. Spillingin er of víðtæk og tengslin of mikil. Og gleymum því aldrei að það eru ÍSLENDINGAR sem settu landið á höfuðið og eru um það bil að leggja það í rúst. Hvar er kjarkurinn, nýsköpunin og framtíðarsýnin? Ekki í kollinum á ráðamönnum þjóðarinnar, svo mikið er víst.
mbl.is Rannsaka íslensku bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæsluvarðhald núna

Sagan heldur áfram. Hvernig er þetta hægt? Og veðin eru í hlutabréfum í Kaupþingi. Er þetta glæpur? Dæmi hver fyrir sig. Af hverju eru þessir menn og stjórnendur bankans og margir fleiri,ekki settir í gæsluvarðhald vegna gruns um stórfellt fjármálamisferli? Ég er ansi hræddur um að hinn almenni borgari sæti núna bak við lás og slá ef þetta hefði sannast upp á hann. Og íslenska þjóðin bara borgar og borgar og frýs síðan úti í vetur.
mbl.is Stórskuldug aflandsfélög í eigu hluthafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir setja lögbann á RÚV........ eða...

Djö....... danskur! Eru nú Danir komnir í spilið á nýjan leik? Kannski Danir hefðu getað sett lögbann á RÚV? Manni kemur ekkert á óvart lengur.
mbl.is Danir æfir yfir lekanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tyggigúmmí fyrir turtildúfur

Tyggigúmmí fyrir turtildúfur. Nóg að tala um alla vikuna..... ef ekki lengur.
mbl.is Ryan reyndi við Tatum í jarðarför Fawcett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankaleynd...... bankanna vegna

Hvers konar þjóðarleiðtogi er það sem kemur fram með svona yfirlýsingu mörgum dögum eftir að lögbann var sett á RÚV varðandi fréttaflutning af Kaupþingi? Af hverju kom Jóhanna ekki fram strax? Maður er bara gjörsamlega bit. Ætli Hrannar hafi ráðið för.... maður sem er á feitum launum hjá þjóðinni?? Djísús!! Annars er kannski bankaleynd ekki bara hugsuð vegna viðskiptamanna bankanna, heldur til þess að fela glæpi og óreiðu innan bankanna sjálfra.
mbl.is Forsætisráðherra segir lögbann fráleitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband