Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Sýndarmennska og yfirklór

Sýndarmennska og yfirklór. Allan tímann var það ætlan skilanefndar Kaupþings og bankastjóra að þvo hendur sínar líkt og Pílatus gerði forðum og segja: Við erum búnir að gera skyldu okkar og verja bankaleyndina, nú skulu stjórnvöld sjá um restina. Kannski Steingrímur hafi hringt? Varla. Enn eitt plottið. Fáum treystandi lengur í valdastöðum þessa þjóðfélags okkar. Tekur vitleysan og valdagræðgin aldrei enda. Spillingin er svo útbreidd að fólk veit ekki hvar það á að stíga niður í mótmælum sínum. Svo eru menn í því að vernda hvern annan í hærri stigum þjóðfélagsins. Það sem fram fer hér í dag og hefur farið fram undanfarið, fer í allar skólabækur framtíðarinnar, sem dæmi um valdhroka, misbeitingu valds og spillingu innan stjórnkerfis og viðskiptalífs. Á það verður ekki sett lögbann svo glatt.
mbl.is Falla frá lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Vestmannaeyingar.

Er ekki dásamlegt að þessi hátíð hafi verið haldin síðan 1874 (þó með einhverjum hléum) og hafi aldrei verið jafnfjölmennt og í ár? Vestmannaeyingum til sóma á allan hátt. Það er engin smá vinna sem er unnin í sjálfboðavinnu vegna Þjóðhátíðar. Til hamingju Vestmannaeyingar. Er einhver þarna úti sem þekkir sögu þjóðhátíðar betur? Gaman væri að þekkja hana. Svona í stórum dráttum.
mbl.is Frábær þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska þjóðin er í startholunum.... eða það ætla ég rétt að vona ....

Eru þessir menn að yfirgefa sökkvandi skútu, blöskrar þeim vinnubrögðin eða eru þeir einfaldlega orðnir þreyttir á öllu draslinu? Ekki veit ég það. Eða þurftu stjórnvöld einfaldlega að losna við suma þeirra? Ekki veit ég það heldur. Hitt er annað mál að nú fer að draga til tíðinda í bankamálum sem öðrum málum. Enda kominn tími til. Íslenska þjóðin er í startholunum eða það ætla ég rétt að vona.
mbl.is Mannanna ekki lengur þörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur ekki klikkað!

Nýjasta útrásin. Nú flytjum við út íslenskt veður. Við eigum nú aldeilis nóg af því..... í öllum stærðum og gerðum. Svo náttúrulega flytjum við inn sól og aftur sól fyrir lítið. Getur ekki klikkað!!
mbl.is Íslenskt veður á Íslendingadeginum í Gimli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritandi ribbaldar

Varla í gegn óritskoðað????? Það er voðalega mikið í tísku á Íslandi í dag að ritskoða. Bloggurum er hent út af blogginu.... Ríkisfjölmiðli sagt að þegja...... best að segja ekki mikið meir að sinni svo mér verði ekki hent út. En hver er þessi heilaga jómfrú sem ritskoðar allt og alla? Er það fjallkonan.... vel falin fyrir ritandi og ræðandi ribböldum þessa lands? Ég er með aðra getgátu. Það er........
mbl.is Aðgerðarsinnar fóru upp í vinnupalla við Hallgrímskirkju.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Púl

Forsmekkurinn af því sem koma skal??
mbl.is Liverpool steinlá á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin nýja íslenska mynt

Krónan já... hún bara daprast með hverjum klukkutímanum sem líður, Þó svo að ég hafi nú sett hana í öndunarvél 2007. Það er þó komin ný tillaga að mynt sem gæti gagnast okkur vel. Hún hefur fæðst í Listheimum.(Dr. Bjarni Þórarinsson og Bergur Thorberg). Hin nýja mynt heitir EKRA. Og... það eru 100 Akureyringar í einni Ekru. Og 10 Borðeyringar. Á Stokkseyri eru svo höfuðstöðvar verðbréfa viðskipta (sbr. stocks). Frh.ef maður á 1000 Stokkseyringa, þá á maður ekki neitt. Það þarf því að halda þessu aðskildu. Á Kvaleyri eru svo aumingjarnir sem eiga ekki fyrir matnum og þeir fá borgað í kvaleyri, sem felst í því að þeir skrifa upp á lán í Ekrum, sem þeir geta svo aldrei borgað. Þannig kemst yfirstéttin yfir eignir þeirra án mikillar fyrirhafnar.

 


Lögbann á Moggann?

Ja.... ef verður ekki búið að setja lögbann á útgáfuna........ lögbann á Moggann??? Harla ólíklegt.
mbl.is Morgunblaðið kemur næst út á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagssérfræðingurinn Hrannar Arnarsson

Ég skil ekki hvað vakti fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hún réði Hrannar Arnarsson sem aðstoðarmann sinn. Sá maður hefur litla útgeislun að mínu mati og helst hefur maður orðið var við endalaust framapot hans í gegnum árin. Nú er hann í forsætisráðuneytinu og það líst mér ekkert á. Ekki þar fyrir að vandfundinn mun sá aðstoðarmaður sem gæti eitthvað gert fyrir Jóhönnu eins og mál hafa þróast. Stjórnin riðar til falls vegna vafnhæfni og eyðir mestum tíma í að telja kjark úr þjóðinni með sífelldu vonleysistali og virðist engan veginn vera fær til góðra verka. Þjóðin er að missa þolinmæðina... loksins..... og verkin verða án vafa látin tala innan skamms.
mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

In your wildest greedy money dreams

Ef þessu banni verður ekki aflétt.... þá lokar þjóðin Kaupþingi. Rúv er í eigu þjóðarinnar og reyndar Kaupþing líka. Nú er nýbúið að rukka þjóðina um nefskatt v/ Rúv. Heldur einhver að þjóðin láti bjóða sér svona fasistanasista aðgerðir undir mottóinu: Vald skýlir valdi? Nei og nei. Þú valdmikla og gerspillta embættismannastétt: In your wildest greedy money dreams.
mbl.is Lögbanni mögulega hnekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband