Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Bergur Thorberg, afi minn

Í dag er dagurinn hans afa. Í dag hefði afi Bergur Thorberg orðið 113 ára hefði hann lifað. Ég byrja daginn með að fara í sund. Þar ætla ég að hugsa um hann afa minn. Hann varð bara 59 ára. Enginn veit sína............... Ég var bara tveggja ára þegar hann dó, samt lifir hann með mér. Afi, hann var sko góður kall. Hann hvílir í kirkjugarðinum við Suðurgötu, Hólavallakirkjugarðinum. Þangað er förinni heitið síðar í dag. Guð blessi minninguna um hann afa minn.

Hver orti?

Hver orti

Allir þekkja svo kallaða húsganga, ljóð, eða  barnagælur sem sungin eru við ýmiss tækifæri og sem við kunnum flest. En ekki vita allir hverjir hafa ort þessar stökur, ljóð eða texta sem renna svona áreynslulaust úr okkar munnum og skiptir kannski ekki höfuðmáli hver hefur ort en gaman samt að vita hver. Svo eru það náttúrulega lögin sem oftar en ekki hafa verið samin við þennan kveðskap. Bara að gamni: Hverjir ortu :

1. Sigga litla systir mín

    situr út í götu o.s.frv.

2. Hafið bláa hafið hugann dregur o.s.frv.

3. Fyrr var oft í koti kátt o.s.frv.

Allir bloggarar vita þetta auðvitað en gaman samt að heyra frá ykkur.

Ortíbortí, bæææ.........


Jesúsína Kristína býður í brunsh

Last supper on pin street

Jesúsína Kristína hefur kallað til sín sitt nánasta samstarfsfólk og býður upp á brunch að hætti hússins. Tilgangurinn er að samhæfa hópinn fyrir markaðsátakið sem er framundan. Sjá má að helstu aðstoðarmenn Jesúsínu halda á handritum að bók sem dreifa skal um gjörvalla heimsbyggðina. Markið er sett hátt. Bókin á að verða útbreiddasta rit veraldar og því afar mikilvægt að hópurinn sé vel samstilltur. Takið eftir manninum lengst til hægri á myndinni. Hann skáskýtur augunum á hópinn eldrauður í framan og passar einhvernveginn ekki inn í hópinn.


Hjörtun fljúgandi. 23. september

null

Hjörtun hófu sig til flugs, lentu á vegg og virtu fyrir sér  brjóstin sem höfðu borið þau frá fæðingu......og sýndist sitt hverju.


Bensínstöðvarblús á Næturvaktinni

Bensínstöðvarblús á Næturvaktinni

Á meðan saklausir borgarar sofa svefni hinna réttlátu, þá blómstrar Gnarrisminn á næturvaktinni.

'Blástu lífi í þetta drengur meðan ég fer á salernið og athuga með óboðinn gest'.

 


Boðorðin tíu. 22. sept.

Boðorðin tíu

Þú skalt ekki...................................

Þú skalt ekki.....................................

Þú skalt ekki....................................

En þú skalt........................................

 


Café Blogg. 21. september

Virtustu og skemmtilegustu bloggarar landsins bera saman bloggin sín á Café Blogg. Myndin er máluð áður en nöldrararnir mættu á staðinn.


Hrafnkell bíður

Hrafnkell bíður

Hrafnkell (Keli) bloggvinur minn hefur boðað til veislu á Kringlukránni sunnudaginn 23. september kl. 16.00. Hljómar spennandi og maður stefnir á að mæta. Hér sjáið þið kappann  búinn að setja sig í stellingar og allt að verða tilbúið. Vonandi verður fjðlmennt.


Rás 2 og Öryggislögregla Ríkisins

Þú ert að hlusta á Rás 2!!!  Þú ert að hlusta á Rás 2!!! Þetta glymur í eyrunum á mér allan daginn. Hvernig í andsk. vita þeir að ég er að hlusta á Rás 2??? Ég ætla sko ekki að láta einhverja fjölmiðlagaura í Efstaleitinu anda svona oní hálsmálið á mér... ó nei.....Þetta er mál fyrir Öryggislögreglu Ríkisins,(Örlög)... nema að það sé hún sem er að bögga mig......og hvert leita ég þá?????  Þetta endar með því að maður verður bara að flytja af landi brott.. kannski bara til Dóminikanska eða Rússlands eða??????????????


Í nafni trúarinnar

Í nafni trúarinnar.......................................

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband