Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Hræðilegar fréttir.

Þetta þykja mér hræðilegar fréttir. Konan mín er nýbúinn að ganga í gegnum geislameðferð og varla er til nógu stórt hrós til handa starfsfólkinu sem annaðist hana. Ef ekki er hægt að borga svona starfsfólki mannsæmandi laun, þá er eitthvað mikið að í þessu þjóðfélagi okkar. Þessu ríka þjóðfélagi okkar. Ég hugsa með mikilli sorg til þeirra sem eiga fyrir höndum meðferð sem þeir eiga ekki kost á lengur vegna þess að það vantar örfáar krónur í kassann. Kannski er þeim bara spanderað í einhvern algeran óþarfa sem skiptir engu máli? Hér er um líf og dauða að tefla. Ráðamenn: Gerið eitthvað í málinu.
mbl.is Geislafræðingar hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir næsti leiðtogi Grænlendinga?

Bara í einum grænum! Um þetta hafði ég ekki grænan grun. Ég er svo grænn. Næst verður Geir útnefndur leiðtogi Grænlendinga. Og það helst í einum grænum. Voðalegur græningi getur maður nú verið að vera ekki búinn að fatta þetta á undan Newsweek.
mbl.is Geir er grænastur leiðtoga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjónustulundaðir sinubrennuvargar?

Eru sinubrennuvargar orðnir svona þjónustulundaðir að kveikja í fyrir framan slökkvistöðina til að spara slökkviliðsmönnum sporin? Djö.... sjálfur.
mbl.is Sinueldur við slökkvistöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amen dagsins???????????????

"Sjaldgæft er að lesa eithvað af viti á netinu. Það er þá helst eitthvað sem maður hefur skrifað sjálfur. Því hef ég ákveðið að veita hér Amen dagsins" ????????????? Svona hefst pistill eftir Svavar Alfreð Jónsson, sem segir sjálfur á bloggsíðu sinni að hann sé prestur í Akureyrarkirkju, og ég var að lesa. Hvað er að manninum? Veit hann ekki að yfirleitt flest sem skrifað hefur verið af mannskepnunni (allar heimsbókmenntirnar, biblían og bara flest), getur þú fundið á netinu. Og í því flestu, er sem sagt ekkert vit? Helst er það eitthvað sem Svavar sjálfur hefur skrifað, sem eitthvað vit er í!!!!!!!!!!  Ja hérna. Og svo ætlar hann að veita Amen dagsins fyrir góð skrif!!!!! Í umboði hvers? Drottins almáttugar? Biskups Íslands? Og er ekki maðurinn að störfum í Þjóðkirkjunni og þar af leiðandi í vinnu hjá Ríkinu? Ég bara spyr. Hvað er að manninum? Ég spyr aftur. Og hvað segir Þjóðkirkjan við svona skrifum? Ég spyr enn og aftur.

Mörg eru mannanna myrku horn.

Mörg eru mannanna myrku horn. Eins í svokölluðum venjulegum íbúðarhverfum sem annars staðar. Þar eru framin viðbjóðsleg myrkraverk. Sem betur fer nær dagsljósið stundum inn í sum þessarra horna en það eru mörg dimm skot ennþá úti um allt. Í þessu tilfelli bara of seint. Það sem vekur athygli mína líka er, að það kemur hvergi fram hvers konar umhverfi þessi maður kemur úr, hvers konar menntun hann hefur og við hvað hann hefur starfað. Fróðlegt væri að vita hvaðan svona viðbjóður kemur og í hvaða umhverfi hann hefur lifað. Þó það hjálpi ekki fórnarlömbum hans núna.
mbl.is Josef Fritzl faðir allra barnanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunverulegur viðsnúningur

Hér mætti fara í orðaleik. "Raunverulegur viðsnúningur í rekstri". Hvað með: Raunverulegur snúningur í viðrekstri?
mbl.is Raunverulegur viðsnúningur í rekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gasólétt og brjáluð í kol.

Þó ég sé nú ekki kona og geti ekki orðið óléttur eins og Þórbergur forðum, man ég eftir einni sem var brjáluð í agúrkur á meðgöngunni. En að þungaðar konur séu brjálaðar í kol á meðgöngu, hef ég aldrei heyrt. Það er kannski vegna þess að viðkomandi hafa kolfallið svo fyrir kallinum sem gerði þær kasóléttar? Til að fylgja tíðarandanum, ætti maður kannski frekar að segja: Gasóléttar.


mbl.is Skrýtnar kenndir á meðgöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með kanínu sér við kinn

Playboyhraðlestin hefur lent í hremmingum. Hremmingarmennirnir geta hallað sér út af í kvöld með kanínu sér við kinn. Þeir opnuðu fjölda gáma en voru bara á höttunum eftir kanínum. Ja, margt er nú skrýtið í kanínuhausnum, svo ekki sé nú meira sagt.
mbl.is Rændu Playboy-púðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Hitler genginn aftur?

Áður en ég lýsi yfir viðbjóði mínum á verknaði þessum öllum, vil ég heyra meira frá Ríkisútvarpi Austurríkismanna, ORF. Sé þetta satt skal ekki standa á mér að hafa um verknaðinn fleiri orð. Var ekki einhver kall í den, sem gerði allt vitlaust og dró með sér milljónir manna til grafar. Sveiattann. Mig minnir að hann hafi verið fæddur í Austurríki. Þið leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.
mbl.is Lokaði dóttur sína inni í 24 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krían er velkomin til Draumalandsins

Ótrúlegur fugl og ferðalangur mikill........... Og velkominn til Sumar(Drauma)landsins Íslands. Að vísu soldið stygg, sérstaklega þegar passa skal sitt og sína, en lái henni hver sem vill. Lífsbaráttan í náttúrunni getur verið býsna hörð. Ekki bara hjá mannfólkinu. Ég held að krían hafi litlar áhyggjur af hækkandi olíuverði í heiminum og þaðan af síður hversu skerfur íslenska ríkisins er mikill af þeirri eldsneytisköku. Hún flýgur af eigin afli og á heiður skilið fyrir vikið. Til fyrirmyndar, þó hún hafi goggað í einn og annan koll,(þar á meðal minn), í gegnum tíðina. Við höfum nú flest lent í einhverju verra. Og lifað af.
mbl.is Íslenskar kríur leggja árlega að baki 30-40 þúsund kílómetra ferðalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband