Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
5.6.2008 | 15:12
Pínleg mistök hjá Mogganum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2008 | 12:34
Algert k(h)valræði
Ég skrifaði á blogginu mínu að þetta hvítabjarnardráp myndi vekja heimsathygli og það hefur gengið eftir. Eftir stendur: Maður drepur ekki dýr í útrýmingarhættu. Eigum við ekki að segja að þetta hafi verið bjarnargreiði fyrir ferðaþjónustuna. Ég hef öngva trú á því að fólk flykkist hingað til að sjá galvaska veiðimenn drepa dýr í útrýmingarhættu, Ó nei. Þetta er að verða algert k(h)valræði.
![]() |
Hvítabjarnarmál vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 09:19
Pottþétt Blanda!
![]() |
Veiði byrjar vel í Blöndu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2008 | 08:19
Um Guðsmennina gylltir tónar hljóma
Um Guðsmennina gylltir tónar hljóma,
gleymt er allt um holdsins dýru synd.
Vatni er breytt í vín með dýrð og ljóma,
veltist nú um
í vímunni gjörvöll mannkind.
(Erindi úr söngtexta sem ég samdi 1984). Ég segi nú eins og þeir sögðu á veðurstofunni í gamla daga: Hiti breytist lítið. Alltaf sama sagan. Kannski er jörðin bara flöt? Hver veit? Kannski kaþólskir leikmenn. Best að hringja í þá áður en maður leggur land undir fót.
![]() |
Segja upp viðskiptum við Símann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 23:12
Smá von fyrir heimskingja eins og mig
![]() |
Heimskar flugur lifa lengst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2008 | 19:13
Steypireyðarárás í vændum
![]() |
Steypireyðar á Skjálfanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2008 | 17:33
Krónan í öndunarvél (frétt af visir.is)
Krónan í öndunarvél frá Landspítalanum
Listamaðurinn Bergur Thorbergs fékk lánaða öndunarvél frá Landspítala Háskólasjúkrahúsi í nýtt verk sem verður afhjúpað í Reykjavík Art Gallerí á Skúlagötunni á föstudaginn.
Öndunarvélin blæs lífi í litla svarta líkkistu fulla af íslenskum krónum. Sviðsstjóri hjá Landspítalanum segir öndunarvélina ekki vera í notkun á spítalanum heldur hafi hún verið í geymslu sökum almannahagsmuna.
"Þetta er öndunarvél af fullkomnustu gerð. Hefur örugglega kostað margar milljónir," segir Bergur Thorberg sem er þekktur fyrir kaffimyndir sínar sem hann málar á hvolfi. "Ég tengdi vélina við lítinn peningakistil sem er full af íslenskri mynt frá öllum öldum. Síðan hjálpar vélin peningunum til að anda, blæs lofti inn í kistilinn svo peningarnir rísa og hníga."
Kistillinn er svartur á litinn. Eins og líkkista.
"Ég neita því ekki að verkið er pólitískt," segir Bergur. Ég er að vísa beint til samtímans."
Þorgeir Pálsson sviðsstjóri á heilbrigðistæknisviði segir almenna reglu spítalans að lána vélar ekki út. Hins vegar væru geymslurnar fullar af gömlum vélum sem er ekki hent út af almannavarnarhlutverki spítalans. "Ef eitthvað stórt kæmi upp á þá eigum við þessi gömlu tæki til vonar og vara. Við notum tækin hins vegar ekki daglega hér innan hús, þróunin er hröð og við viljum aðeins bjóða upp á fullkomnustu tækni inn á spítalanum."
Umræðan um bága fjárhagsstöðu spítalana og fjársvelti af hálfu ríkisins er oft fyrirferðarmikil í samfélaginu. Spurður hvort það hafi táknræna merkingu af hálfu spítalans að lána öndunarvélina í listaverk, þar sem vélin blæs lífi, ekki í fólk, heldur peninga, hlær Þorgeir.
"Spítalinn tekur aldrei afstöðu til listaverka," segir Þorgeir, "en ef menn vilja túlka að þarna sé verið að benda á hvernig búið er að ríkisspítölunum er þá ekki bara sjálfsagt að taka undir það?".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 12:38
Fæðingarblettur í handarkrikanum hindrar starfsframa minn
![]() |
Skrækróma menn mega ekki verða þjóðvarðliðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2008 | 09:11
KK allur
![]() |
Andlát: Kristján Kristjánsson (KK) tónlistarmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 07:37
Þriðjungi dýrara að deyja í sumar
![]() |
Þriðjungi dýrara að heyja í sumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)