Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Tímamót

Jafnréttissinnar geta varla kvartað yfir þessu. Blökkumaður orðinn flokksleiðtogi Demókrata. Bara frábært. Og svo bara Hillary sem varaforsetaefni. Ekki veit ég hvort Obama vill hafa hana með sér né hvort Hillary telur hugsanlegt varaforsetaembætti nógu valdamikið en þau væru góð saman og örugglega besti kosturinn fyrir Demókrata. Hvað er ég að þvæla um ameríska pólitík. Ég hef nú ekki verið þekktur fyrir það, nema ef vera skyldi að mótmæla alheimsafskiptum þeirra sem oft eru mjög lítið til eftirbreytni.
mbl.is Obama tryggir sér útnefningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hárkolluiðnaður í andaslitrunum

Ætla þessir menn að ganga að hárkolluiðnaðinum dauðum? Ég bara spyr? Það verða bara leikhúsin sem panta kollur og það er ekki nægur rekstrargrundvöllur. Fjarri því.
mbl.is Ný meðferð við skalla virðist lofa góðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöfaldur í roðinu

Það er ekki nóg með að maður nenni ekki að afhýða appelsínurnar, maður er dauðhræddur við að fá appelsínuhúð. Með sömu rökum þori ég ekki að borða hákarl eða ganga í krókódílaskóm. Maður veit aldrei. Það gæti vaxið á mann skrápur eða eitthvað þaðan af verra. Meira að segja fiskur fer að verða hættulegur. Maður gæti orðið tvöfaldur í roðinu og það væri nú ekki gott. Kindakjöt.....ullar....... nei ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda. Segi bara svona. Kannski maður skelli sér bara í kjúklinginn...nei nei nei, þá koma fjaðrirnar maður. Djísús....
mbl.is Mega ekki vera að því að afhýða appelsínur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skandall á heimsmælikvarða

Þetta er náttúrulega bara ekki hægt. Þegar mannskepnan er í ham með blóðbragð í munni, ja þá er eins gott að forða sér, en það gat vesalings hvítabjörninn ekki gert. Þetta er skandall á heimsmælikvarða og þessa níðingsverks verður lengi minnst. Felldur með leyfi umhverfisráðherra!!! Sveiattann. Þó maður hafi ekki verið á staðnum er ekki að sjá að dýrið hafi ógnað nokkurri manneskju. Af hverju var ekki hægt að kalla út lið og gefa dýrinu að éta. Auðvitað hefði verið hægt að fanga björninn lifandi ef viljinn hefði verið fyrir hendi. Hvar var víkingasveitin, sem alltaf er í viðbragðsstöðu? Hvar var óeirðalögreglan sem notuð er á stórhættulega vöru og sendibílstjóra. Það þarf enginn að segja mér að málalok hefðu ekki getað verið önnur, enda vitna sjónarvottar um það og meira að segja dýralæknar segja að ekki hafi verið nauðsynlegt að fella dýrið. Það er hroðalegt að siðmenntuð þjóð hagi sér svona. Það er ekki eins og eins og einhver hvítabjarnarárás sé í gangi á landið. Þvílík hystería. Fínt innlegg í hvaladrápsumræðuna og fín auglýsing fyrir ferðamannaþjónustuna á Íslandi, eða hitt þó heldur. Einhver verður að svara fyrir þetta.
mbl.is Einmana og villtur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísbjarnarblús

Ja nú þykir mér loga á týrunni! Sjálfur er ég alinn upp við Húnaflóann og man vel eftir þegar flóinn var allur ísi lagður. Þá beið maður alltaf eftir ísbjörnum og bjó sér ævintýramyndir í huganum af þeim. Einu sinni stoppaði pabbi mig á ísbjarnarleit, en ég var á leiðinni frá Skagaströnd til Hólmavíkur, fótgangandi á ísnum. Hvað er nú til ráða? Ég myndi kalla á Bubba og láta hann seiða til sín dýrið með Ísbjarnarblús. Málið leyst. En það má alls ekki fella dýrið. No way!
mbl.is Lögregla á slóðum ísbjarnarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glóðarsteiktar hunangsflugur með geitungasmjöri

Ég ætla að byrja daginn með húsafluguflögum með mýflugnamauki. Í hádeginu fæ ég mér fiskiflugupate 'i jarðarberjalegnu jötunuxasalati. Um eftirmiðdaginn er gott að narta í smá járnsmiðasnakk með köngulóarídýfu og í kvöldmatinn verða glóðarsteiktar hunangsflugur með geitungasmjöri og gratíneruðum fiðrildavængjum með dordingulldilli. Fyrir svefninn er gott að þamba eitt glas af volgum þúsundfætladjús, þá svífur maður eins og leðurblaka inn í draumalandið. Mæli eindregið með þessu. Aldrei liðið betur.
mbl.is Ráðlagt að borða skordýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú

Þú

Þú... svífur inn í morgunroðann..... ég..... horfi á eftir þér.... geymi morgunroðann... hjá mér.


Clintonveldið að hrynja?

Jæja þar kom að því. Varla er þetta herbragð af hálfu þeirra Clinton hjóna. Hillary er einfaldlega um það bil að játa sig sigraða. Niðurstaða sem hefur blasað við lengi. Hvort hún gefur kost á sér sem varaforseti er ómögulegt að segja til um en frekar finnst mér það ólíklegt. Það væri þó sterkur leikur fyrir Demókrata ef hún gerði það. Hitt er svo annað mál hver hugur Obamas er í því máli. Við bíðum og sjáum hvað setur.
mbl.is Gaf í skyn að Clinton ætli að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað vitum við?

Þessum ósköpum er sem sagt ekki lokið. Margir eiga um sárt að binda fyrir austan fjall og við hugsum hlýtt til þeirra. Er þetta á leiðinni til Reykjavíkur? Þekkti einu sinni gamlan mann af Suðurlandi sem sífellt var að spá miklum eldum kringum Hafnarfjörð. Vonandi reynist hann ekki sannspár.
mbl.is Snarpur kippur á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmerkilegt....... eða bara ósköp eðlilegt?

Þetta eru alveg stórmerkilegar fréttir í ljósi vaxandi margmiðlunarútgáfu, netnotkun ofl. Það er eins og fólk vilji hafa eitthvað milli handana og auðvitað eru fréttir, greinar og almennur fróðleikur allt meira samanþjappað í dagblaði heldur en á netinu. Fólk notar netið  meira til að sækja sér ítarupplýsingar og náttúrulega til samskipta á ýmsan máta. Þetta á þó kannski eftir að breytast eftir því sem árin líða. Þá er bókin í sókn og bókalestur virðist vera að aukast, enda fátt notalegra en að halla sér út af með góða bók og taka sér þann tíma sem maður þarf til að njóta hennar. Þegar menn voru að spá dauða bókarinnar og hins prentaða máls fyrir einhverjum árum er eins og menn hafi gleymt því að fólk vill vera í þægilegum stellingum þegar það les fréttir eða eitthvað annað, en ekki sitja stjarft fyrir framan tölvuna, sem margir fá nú meira en nóg af í vinnunni sinni.
mbl.is Upplag dagblaða hefur aukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband