Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Matti farinn...Styrmir farinn... Ólafur kominn

Jæja, þá eru bæði Matti og Styrmir farnir. Styrmir hefur oft stormað upp íslenskt þjóðfélag og er það vel. Ég hef þó öngva trú á að hann stingi ekki niður penna við og við og næsta víst að áhrifa hans mun gæta lengi enn á Mogganum. Ekki var ég nú alltaf sammála honum en hann átti sín augnablik og verður það ekki frá honum tekið. Ég vil nú bara óska Styrmi alls góðs í framtíðinni og vona að hann hafi það sem allra best. Þó Moggalaus sé...... so to speak.
mbl.is Ritstjóraskipti á Morgunblaðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viggo kommer til Island--- igen og igen

Viggo Mortensen er fjölhæfur maður. Leikur í kvikmyndum, yrkir, málar, tekur ljósmyndir ofl. ofl. Nú sýnir hann  ljósmyndir sínar á Íslandi og eru þær flestar seldar að mér skilst. Og andvirði þeirra rennur til Náttúruverndarsamtaka Íslands. Gott hjá honum. Og myndirnar kostuðu ekki mikið. Viggo hefur verið á ferðinni hér áður og hefur sýnt okkur vesælum listamönnum mikinn áhuga og keypt verk. Þarna er um að ræða mjög svo geðþekkan mann og frægðinni tekur hann með stökustu ró og er lítillátur. Til eftirbreytni fyrir suma. Ég á ennþá eftir að kíkja á sýninguna en það ætla ég svo sannarlega að gera. Bætum honum í Íslandsvinahópinn. Hann er í einu af efstu sætunum þar. Það held ég nú.
mbl.is Yfir 100 af ljósmyndum Mortensen seldust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pappakassarnir fóru á taugum

Það var ekki skrýtið að við ynnum þennan leik gegn Svíum. Svíar sendu nefnilega pappakassa í leikinn að sögn Róberts Gunnarssonar. Ég sem hélt að Svíar hefðu sent sitt sterkasta landslið í leikinn! Og Róbert heldur áfram: Ekki nóg með það, Þegar við gerðum eitthvað vel, hlógum við allir eins og geðsjúklingar og spiluðum með hjartanu.( Ég sem hélt að maður spilaði aðalega með höndunum í handbolta). Ekkert skrýtið að aumingja pappakassarnir hafi brotnað niður og rifnað í sundur þegar þeir sáu þessa hlæjandi geðsjúklinga koma brunandi upp völlinn. Alla vega hefði ég, pappakassi sem ég er, farið algerlega á tauginni. Það hefði dottið úr mér botninn og hefði verið eitthvað í mér, þá hefði það tvístrast út um allan völl. Svo mikið er víst. Þannig er nú það.
mbl.is „Sænskir pappakassar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Spurs!!!!!

Gamli Spursarinn klikkar ekki á því! Ó nei, ó nei. Ekki frekar en aðrir Spursarar. Jamm. 
mbl.is Defoe með tvö í sigri Englands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Svíahatur á Íslandi?

Fyrstu fréttir voru að Svíar myndu kæra úrslit leiksins en gera það sem sagt ekki. Þeir eru meiri menn fyrir vikið. Stundum verð ég var við einhvers konar Svíahatur hér á Íslandi og hef eiginlega aldrei skilið hvers vegna. Svíar eru hin vænsta þjóð og í Svíþjóð á ég marga vini. Menning þeirra er rík og gætum við Íslendingar lært mikið af þeim á ýmsum sviðum og eins þeir af okkur, á öðrum. Ég stundaði nám og vinnu þar á sínum tíma og bar þar aldrei skugga á. Svíar: Það gengur bara betur næst.
mbl.is Svíar kvarta en kæra ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja wohl

Enn berja Þjóðverjar á Bretum. Seinni heimsstyrjöldinni er sko ekkert lokið. Maður skilur vel aumingja Bretann að heyra ekkert nema Heinz, Geschlossen, Warten Sie bitte, Deutchland uuber, kommen Sie herein Fritz, nicht sprechen Deutch? Danke schön. Gehen Sie aus!!!!!!!! Ef ég ætti ferðaskrifstofuna, hefði ég gefið manninum ferðina. Ja wohl.
mbl.is Fær bætur vegna of margra Þjóðverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kína..... hér komum við!

Stórkostlegur árangur hjá "strákunum okkar". Kannski höfðu fáir búist við þessu. Varla var veikur hlekkur í leik liðsins og marvarslan með því betra sem ég hef séð hjá íslensku landsliði. Ísland-Svíþjóð 29-25. Það stækkar heldur betur Ólympíuhópurinn við þetta. Við listamenn verðum að fara að láta meira að okkur kveða. Við hverfum alveg í skuggann. En við eigum nú stundum við meiðsli að stríða. En, Til hamingju strákar. Kína..... hér komum við.
mbl.is Handboltaliðið fer á ÓL í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að éta sig til Hafnarfjarðar

Æj æj, Hafnfirðingar, sem eru svo stórhuga og miklir snillingar, gátu þeir ekki haft tertuna aðeins lengri, t.d. svo hún næði alla leið til Reykjavíkur? Ég kemst nefnilega ekki suður eftir akkúrat núna. En ég hefði sjálfsagt étið mig til Hafnarfjarðar af græðgi, ef tertan hefði náð til Reykjavíkur. Hafnfirðingar: Til hamingju með afmælið.
mbl.is 100 metra löng Hafnarfjarðarterta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómadagsaumingi

Mikill dómadagsaumingi má það vera sem ræðst á leigubílstjóra sem þar að auki er kvenmaður og búinn að keyra aumingjann einhvern spöl. Þetta er sosum í stíl við stóraukið ofbeldi í Reykjavík, aukna neyslu á hörðum fíkniefnum og áfengi. Þarna er verðugt verkefni fyrir okkur öll, að stoppa þennan fjanda. Og hana nú.
mbl.is Leigubílstjóra ógnað með hnífi og hann rændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jakkafatahjólreiðakappinn

Þetta er nú eitt skrýtnasta PR dæmi sem ég hef séð lengi. Það er kannski lagt upp með þessi plön af góðum vilja og aldrei að vita nema eitthvað af þeim verði að veruleika, en að birta mynd með fréttinni af borgarfulltrúanum í stífpressuðum jakkafötum með hjólið, Það finnst mér út í hött og draga verulega úr trúverðugleika. Svona týbisk pólitísk uppstillingamynd. Hver trúir á jakkafatagaurinn með hjólið? Ekki ég alla vega. Sjáiði borgarfulltrúa sjálsstæðisflokksins og bankamenn í jakkafötum hjólandi í norðangarranum? Ekki ég. Það á kannski bara að hjóla um rétt fyrir kosningar og á hátíðis og tyllidögum? En fyrst og síðast: Léleg ímyndunar og almenningstengslavinna. Svoleiðis er það nú.
mbl.is Ósabraut ekki fyrir bíla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband