Færsluflokkur: Bloggar

Hjálpin mun koma úr austri

Sko Pólverja. Þökk sé þeim. Mér sýnist á öllu að hjálp til handa Íslendingum muni að mestu koma frá nágrönnum okkar á Norðurlöndum og ríkjum úr austri. Hinir svo kölluðu "vinir" okkar á Vesturlöndum beita kúgunum og klækjapólitík, sem lítil vinátta virðist vera falin í. Og allt er þetta tilkomið vegna nokkurra fjárglæframanna, sofandi stjórnvalda, spilltra embættismanna þeirra og gjörrspilltrar veralýðsforystu. Burtu með spillingarliðið.
mbl.is Pólverjar munu lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska krónan á gjörgæslu

Það hafa sjálfsagt margir séð þetta verk mitt, en það er gert í september 2007. Var frumsýnt í Reykjavík Art Gallery í júní 2008. Verkið heitir: From patient- to patient- íslenska krónan á gjörgæslu. Ath. að hljóðeffekt vantar... þ.e.a.s. andardráttinn

Erfðaprins kóngsins í Seðlabankanum

Erfðaprins kóngsins í Seðlabankanum hefur talað. Því miður verður ástandið bara miklu verra en nokkur getur gert sér í hugarlund núna. Það þorir bara enginn að nefna hlutina réttum nöfnum. Því miður, kæru landar.
mbl.is IMF-beiðni frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kóngurinn á Old Trafford

Bara gott að einhver taki kallinn í gegn. Hann sýnir oft hroka og hagar sér eins og kóngur. Setur pressu á dómara, sem oftar en ekki hafa látið undan pressunni og dæmt Man U í vil. Maðurinn verður að gera sér grein fyrir því að hann verður að hlýta leikreglum eins og aðrir. Punktum.
mbl.is Ferguson ákærður vegna framkomu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir verða kennarar?

Hverjir verða kennarar á þessu námskeiði? Fjármálasnillingar undanfarinna ára? Og ala upp nýja fjármálasnillinga? Vonandi ekki. En framtakið er gott. Ekki veitir af góðri fjármálafræðslu.
mbl.is Ókeypis og óháð fjármálanámskeið fyrir ungt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óeirðir?

Viðurkennum þetta strax: Óvandað fólk, vaðandi í peningum, hefur komið okkur í þá stöðu, sem við erum í, í dag. Látum þetta fólk taka afleiðingum gjörða sinna og taka pokann sinn, eins og sagt er. Þetta gildir um auðmenn, stjórnvöld, misheppnaða embættismenn, verkalýðsforystuna og pótintáta alls þessa fólks. Nú fer eitthvað að gerast í íslensku þjóðfélagi, sem enginn vill í raun og veru að gerist. Menn verða reiðari og reiðari, enda margir um það bil að missa aleigu sína, og fólk má teljast heppið, svo lengi sem það hefur í sig og á. Ég er ansi hræddur um að það fari að sverfa til stáls innan skamms. Hvað gerist t.d. ef pundið rýkur upp í 300-350 kr á næstu dögum? Þá heyrist í einhverjum. Við bloggum og bloggum, en það er ekkert hlustað á okkur, þrátt fyrir að flett sé ofan af spillingarfólki daglega. Ef eitthvað sambærilegt væri að gerast í nágrannaríkjum okkar væri allt orðið brjálað. Fólk sæti inn í bönkunum (líka Seðlabönkum) og færi hvergi án útskýringa og aðgerða af hálfu stjórnvalda (sem væru örugglega fallin, ef ástandið væri svipað og hér). Kannski býst Björn Bjarnason við óeirðum, þar sem 250 nýir lögregluþjónar eru væntanlegir til starfa. Það er ekki falleg spá, en ég spái óeirðum af einhverju tagi, því ástandið á eftir að versna svo um munar á næstunni.
mbl.is Uggandi um afgreiðslu umsóknar hjá IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðgerðarstarfsemi í Seðlabankanum

Í ljósi þess að peningamálastjórnun er ekki lengur í höndum Seðlabankans: Af hverju er þá ekki hægt að losna við þessa menn úr bankanum? Hvað hafa þeir að gera þar á ofurlaunum og í óþökk mikils meirihluta þjóðarinnar? Er þetta orðin einhver góðgerðarstarfsemi? Ég bara spyr? Burt með spillingarliðið.
mbl.is Stýrivextir áfram 18%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfrétt

Þetta er nú meiri stórfréttin. Ég hef ekki vanist öðru en að Glitnir innheimti sínar skuldir af mikilli ákveðni. Af hverju þarf að taka það sérstaklega fram núna? Stóð kannski til að innheimta ekki vissar skuldir? Ég bara spyr?
mbl.is Glitnir mun innheimta skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hal-le-lú-ja...............

Að leiðtogar svo margra ríkja heimsins, skuli fagna svo innilega sigri Baracks Obama í forsetakosningunum í gær, sýnir svo svart á hvítu, hversu innilega menn eru fegnir að losna við George Bush og pótintáta hans. Að losna við mann, sem var ekki einu sinni rétt kjörinn forseti á sínum tíma. Hal-le lú-ja............
mbl.is Þjóðarleiðtogar fagna Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómar er ekki fávís maður

Ég ætla ekki að blogga um þessa frétt að öðru leyti en því, að ég vil benda fólki á, að lesa blogg Ómars Ragnarssonar um þessa frétt. Ég er honum fyllilega sammála að öllu leyti, öðru en því, að hann er ekki fávís maður.
mbl.is Hugsanlegt brot gegn hegningarlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband