Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Ég hef tekið húsaflugu í fóstur

Ef veðurspáin gengur eftir er smá von að húsaflugan mín sem ég hef tekið í fóstur, fái félagsskap um helgina, af öðrum húsaflugum. Hún flaug inn til mín fyrir hálfum mánuði og nú er svo komið að fylgir mér um íbúðina og fagnar mér alltaf þegar ég kem heim. Hún sest á tölvuskjáinn þegar ég er að blogga eða vinna annað á tölvuna og fylgist með af áhuga og kemur svo til mín ef ég kalla á hana. Ég er búin að skýra hana Guðmundu í höfuðið á annari húsaflugu sem ég tók í fóstur þegar ég bjó í vesturbænum. Ég fæ að strjúka henni um bakið en enginn annar fær að gera það. Stundum hverfur hún nokkra klukkutíma en kemur alltaf aftur. Guðmunda hin fyrri gekk svo langt að hún fylgdi mér inn í svefnherbergi á kvöldin og saf ofan á sænginni. Hún lét einmitt lífið í svefnherberginu. Ég fann hana dána í rúminu einn morguninn. Kannski hef ég verið valdur að dauða hennar, óafvitandi... sofandi. Nú má ég ekki vera að því að blogga meira því Guðmunda krefst þess að ég leiki við hana. Guðmunda!!!!!! Guðmunda....... Guðmunda........... er að koma.....bíddu...
mbl.is Hitabylgja um helgina og víða 25 stiga hiti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli eða Orwillebræður?

Fyrst vil ég taka fram, að ef verið var að mótmæla brottvísun Paul Ramseys, þá tek ég undir mótmæli við ákvörðun íslenskra stjórnvalda í því máli. Auðvitað á maðurinn að fá að vera hér. En að hlaupa út á flugbraut á alþjóðaflugvelli er fíflagangur og skapar stórhættu. Þetta geta náttúrulega hafa verið endurfæddir Orwille bræður með það nýjasta nýtt í flugmálum. Þetta hlýtur að skýrast á næstu klukkutímum.
mbl.is Hlupu út á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin fiskilykt af Mogganum í dag

Til hamingju með daginn frú Sigríður. Það er engin fiskilykt af Mogganum í dag. Og ekki síðan LÍÚ gæjarnir misstu ítökin þar. Tilsvör þessarar afburðakonu minna mig á þegar ég hlustaði forðum á aldinn Strandamann segja mergjaðar sögur. Þegar hann hafði nýlokið við eina þá bestu, bætti hann við: " En ef þú vilt heyra almennilegar sögur, þá skaltu tala við hann Leif í Bjarnarfirði". Lengi lifi Sigríður Friðriksdóttir!!
mbl.is „Manni leið bara eins og glæpakvendi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Anda inn - anda út - anda inn - anda út..... Endurtekið

Anda inn - anda út - anda inn - anda út - anda inn - anda út............ Endurtekið efni...

From patient - to patient. Íslenska krónan í öndunarvél. Gjaldmiðill í görgæslu. Ath. að andardráttinn vantar, en hann er hluti af verkinu.

Sýnishorn af verkinu mínu sem er sýnt í Reykjavík Art Gallery, Skúlagötu 30.

Opið 14 - 17 alla daga.

 

 

 

 

 

 

 


Jósef Jósef

Annar ofbeldisJósefinn í Austurríki á skömmum tíma? Þarna býr eitthvað undir. Hroðalegir glæpir. Svo var nú einn í Sovét í gamla daga. Það þekkja nú allir hans ofbeldisverk. En svo var einn kúgaður fyrir 2000 árum. Ekkert segir af ofbeldi af hans hálfu.
mbl.is Grunaður um að hafa myrt fjóra fjölskyldumeðlimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósmæður flykkjast til Ástralíu í apríl

Nú þegar Bendikt páfi 16. heimsækir Sydney í Ástralíu um miðjan mánuð mun aðeins eitt gerast vegna smokkabannsins: Allar fæðingadeildir í Sydney munu fyllast um miðjan apríl á næsta ári. Benedikt páfi ber nefnilega með sér barnalán. Það er náttúrulega ótrúlegt að hið moldríka Vatíkan, sé ennþá að berjast gegn smokkum, sem svo sannarlega hafa sannað gildi sitt á þessum síðustu og verstu tímum. Smokk smokk.
mbl.is Engir smokkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í tölvuleik á Hafnarfjarðarveginum

Hvers konar frekja er þetta hjá lögreglunni að stöðva almennan borgara sem er að bregða sér á milli bæjarfélaga, aðeins léttur af bjórnum sem hann drakk með félögunum, þegar þeir voru í tölvuleiknum, og ekur á eðlilegum umferðarhraða? Alveg forkastanlegt! Spurningin er bara : Hvar telst 150 - 160km/klst, eðlilegur umferðarhraði? Kannski er það bara í tölvuleiknum sem viðkomandi er vanur að spila? Hvað veit ég.
mbl.is Ölvaður á 156 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glistrupinn kominn til Guðs?

Jæja, þá er Glistrupinn allur. Blessuð sé minning hans. Var hann mjög umdeildur í Danmörku og víðar og var allsendis óhræddur við að viðra mjög svo óhefðbundnar skoðanir sínar hvar og hvenær sem var. Þeir voru góðir saman, hann og Simon Spies, sem einnig er látinn, Og á stundum vissi maður varla hvort þeir voru virkilega að meina það sem þeir létu út úr sér. Þeir létu kveða að sér á hinum ýmsu sviðum ( í pólitík og viðskiptum), og voru hinir mestu trúðar, sem létu m.a. taka af sér nektarmyndir með meiru. Stundum var eins og þeir gæfu hreinlega skít í hvað stjórnvöld og almenningur sagði um þá og , merkilegt nokk, komust að mestu leyti upp með það. Það sem varpar helst skugga á skrautlegan feril Mogens Glistrups er afstaða hans til útlendinga í Danmörku. Hann var sí og æ með niðurlægjandi yfirlýsingar í garð innflytjenda, sem áttu það ekki skilið. Slúðurblöðin lifðu góðu lífi á þeim kumpánum og gera að vissu leyti enn. Það er að minnsta kosti víst að þeir gleymast ekki í Danmörku í bráð.
mbl.is Mogens Glistrup er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boris tekur til í London

Fjöldi morða hefur verið framinn í London á síðustu mánuðum og þá einkum með hnífum. Ég var staddur í London í byrjun maí og þá var einmitt framið morð um hábartan dag í aðeins 300m fjarlægð frá þeim stað sem ég var staddur á akkúrat þá. Fjöldi unglinga hefur verið myrtur og er þetta óhugnanlegt. Það er ekki laust við að hjarta manns slái örar þegar maður fréttir af stöðugt af fleiri morðum, því dóttir mín er í London núna og verður þar um tíma. Gott er að heyra að nýi borgarstjórinn í London hafi hrint af stað átaki gegn þessari óöld. Þetta hefur skaðað orðspor London mikið og enginn virðist vera óhultur. Og auðvitað eiga margir um sárt að binda. Hnífaglæpir fara vaxandi á Íslandi en vonandi eigum við ekki von á svona óöld hér á Íslandi. Það er samt gott að vera á varðbergi. Betra fyrr en seinna.
mbl.is Átak gegn hnífaglæpum ber árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Korter í þrjú veiðimenn og konur

Nú verður ekki lengur hægt að kaupa sér flugur í miðbænum, ef maður fær þá flugu í höfuðið. Verslunin í miðbænum er að missa flugið og nú er Veiðimaðurinn á förum. En ennþá verður víst hægt að fá sér dægurflugur að nóttu til. Það er gott fyrir veiðimenn, sem stundum hafa verið nefndir "korter í þrjú gæjar". Það eru víst til konur sem bera svipað nafn. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Enda ekki svo mikill veiðimaður.
mbl.is Veiðimaðurinn hverfur úr miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband