Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
2.7.2008 | 09:51
Laugdælingar á berserkjasveppum
Ef og þegar berserksgangur og skrílslæti breytast í hryðjuverk sem beint er gegn börnum, þá verða ráðandi stjórnvöld að grípa inn í með afgerandi hætti. Hætt er við að þarna sé á ferðinni einhver ólyfjan eins og þegar menn átu berserkjasveppi hér áður fyrr og skrifað hefur verið um í Íslendingasögum. Ef um sömu menn er að ræða í öllum þessum þremur tilvikum í Laugardalnum þá er málið komið mjög svo hættulegt stig. Hefðu þessir menn leikið þennan "leik" í öðru ónefndu landi, er ég hræddur um að þeim yrði ekki sýnd mikil miskunn og mættu jafnvel fara að hugsa um aðra stóla, öllu rafmagnaðri en stólana í Laugardal. Það er almenn vitneskja að menn hafa komist upp með alls kyns ofbeldi hér á landi, án þess að þurfa að óttast svo mjög afleiðingar af því. Margir hafa lent í hnefa og hnífamönnum hér á landi og bíða þess aldrei bætur. Á sama tíma hafa ofbeldisseggirnir ekki þurft að taka afleiðingum gjörða sinna og ganga enn um og berja mann og annan. Ég er ekki talsmaður lögregluríkis á nokkurn hátt, en ef ofbeldi úr Íslendingasögum er upphafið í hetjudáðir er kannski ekki von á góðu. Kannski væri hollt fyrir þjóðina að skoða söguna í heild sinni og tengja ástandið í samtímanum við staðreyndir úr fortíðinni. Fögur orð um frið milli manna verða hjómið eitt, ef við látum, oft á tíðum, tilefnislaust ofbeldi, viðgangast, lítum undan og segjum: Þetta var nú einsdæmi. Þetta gerist aldrei aftur. Það er nefnilega ekki þannig. Við lögregluna segi ég: Leysið þetta mál áður en verra hlýst af. Og leitið orsakanna fyrir verknaðinum.
![]() |
Gengu berserksgang í Laugardal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2008 | 00:29
Öryggið á oddinn
Eins og sagði í færslu minni í gær verður riðið stíft alla vikuna á Gaddstaðaflötum. En nú hefur hvesst á reiðmenn og það er ekki gott. Nú verða menn að halda sig í tjöldum eða innandyra og geta þar, þá riðið á vaðið með eitthvað annað skemmtilegt. Vonandi ríður stormurinn ekki mótinu að fullu. Það væri mikil synd. En að sögn lögreglu hefur öryggið verið sett á oddinn og er það vel.
![]() |
Mikið hvassviðri á Hellu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2008 | 22:35
Prímadonnurnar og rússnesku rúblurnar
Það er náttúrulega glórulaust að peningar sem kippt var út úr gamla Sovét hagkerfinu, (olíupeningar, vel smurðir og ma...ma...ma... peningar), ráði nú nánast öllu í knattspyrnuheiminum. Tankur Abramovich virðist vera nánast ótæmandi og hægt að kaupa allt sem hugurinn girnist, í þessu tilfelli knattspyrnumenn og þjálfara. Auðvitað eru peningar úti um allt og kannski misjafnlega fengnir, en þarna keyrir úr hófi. Þetta skekkir alla fótboltamyndina. Sem betur fer byggist góður árangur í fótbolta ennþá á góðri liðsheild og samheldni en ekki bara peningum. Það er nefnilega ekki alltaf sem prímadonnur fótboltans geta spilað saman sem ein heild. Til þess eru þær einfaldlega of miklar stjörnur og vilja ekki láta skyggja á SIG
![]() |
40 milljarðar gerðu svo vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2008 | 20:18
Fari það í rassgat að menn sætti sig við svona ástand
Ég veit eiginlega ekki hvað er að gerast hjá minni elskulegu þjóð þessa dagana. Nema kreppan æsi svona upp skemmdarfýsn í mönnum. Það eru dólgslæti úti um allar trissur og menn að berja mann og annan. Menn eru pirraðir víða að hafa misst af góðærinu eða hafa eytt of miklu. Hafa líklega gert ráð fyrir að fá að lifa, í eilífðareyðslusæluvímu það sem þeir ættu eftir ólifað. Svo láta menn gremju sína bitna á blásaklausu fólki, bara til að fá útrás fyrir þessar hvatir sínar. Fari það í rassgat að hinn almenni borgari sætti sig við svona ástand.
![]() |
Málningu kastað á heimili byggingarfulltrúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.7.2008 | 19:26
Flýðu spikfeita karla og akfeitar kerlingar með öskrandi krakkaorma
Auðvitað var það gíraffi sem var leiðtogi dýranna sem flýðu úr sirkusnum nærri Amsterdam í gær. Það er hann sem hefur besta útsýnið. Hann hefur komið auga á að lífið utan girðingarinnar væri kannski ekki svo vitlaust og þar væri meira að hafa en innan hennar, þar sem hann hefur verið kúgaður alla tíð og látin vera með asnalæti og hundakúnstir, fyrir framan spikfeita karla og akfeitar kerlingar með öskrandi krakkaorma í eftirdragi. Ég hef nú nokkrum sinnum farið í sirkus en ég hef aldrei séð gíraffa, kameldýr, lamadýr og svín þar. Kannski hafa þessi dýr bara verið þarna fyrir misskilning. Þau voru fljót að finna sér sálufélaga í hundi nokkrum sem var eina vakandi skepnan á svæðinu, sem svo síðar sveik þau í hendur mannskepnunnar. Þau hafa örugglega ætlað skapa sinn Animal Farm, en mannskepnan er jafnari (rétthærri) en aðrar skepnur og því fór sem fór.
![]() |
Gíraffi forsprakki sirkusflótta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það hlaut að koma að því. Margir sem keyptu bréf í SPRON hafa setið með sárt enni undanfarin misseri. Ekki sé ég að þetta bæti þeirra skaða. Sá stóri gleypir þann litla og særða. Sama gamla sagan. Ekki er ég fjármálaspekúlant, þó ég hafi málað bæði Nasdaq og Dow Jones fjöll og fleiri peningafjöll, en gaman verður að fylgjast með því hvað sérfræðingar hafa um málið að segja og hver framvindan verður.
![]() |
Kaupþing og SPRON sameinast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.7.2008 | 09:35
Verður Guðjón Þórðarson ráðinn markaðsstjóri KSÍ?
Ætli þetta sé ekki bara auglýsingabrella? Landsbankadeildin hefur ekki verið efst á blaði hjá knattspyrnuáhugamönnum síðastliðin ár. Nú berst hver æsifréttin af annari úr deildinni, yfirleitt með dómara eða Guðjón Þórðarson í aðalhlutverki. Nú beinast augu landsmanna að deildinni svo um munar. Þetta er markaðssetning á hæsta plani. KSÍ ætti bara að ráða Guðjón Þórðarson sem markaðsstjóra til að fullkomna plottið. Þá gæti færst fjör í alla leiki í deildinni, allir grætt mikla peninga, og Skagamenn og dómarar væru ekki lengur einir um hituna.

![]() |
Skagamenn sáu rautt í 2:0-tapleik gegn KR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |