Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Skyldu miðarnir vera ennþá í vörðunni?

Ætli miðarnir okkar strákana (Magga Jóns og fleiri), séu ennþá í vörðunni, þar sem við lögðum þá forðum? Mikið assgoti væri gaman ef þeir fyndust. Manstu ekki eftir þessu Maggi? 
mbl.is Gestir skrifa nafn sitt á Spákonufellshöfða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskt?..... Nei takk!

Þetta eru skýr skilaboð. Það breytir sem sagt engu þó menn reki stöndugt og gott fyrirtæki, ef það er íslenskt... ja þá geta menn gleymt allri fyrirgreiðslu, alla vega frá Norræna fjárfestingabankanum. Hvers konar hundalógia er þetta? Ég hélt að fjármálastofnanir veittu lán á viðskiptalegum grunni þ.e.a.s. ef þær trúa á framtíð fyrirtækis og möguleika þess til að dafna enn meir, þá veittu þeir lán, enda gott fyrir báða aðila, fyrirtækið og bankann. Halda menn að bankar stundi einhverja góðgerðarstefnu? Þeir eru í bisness til að græða eins og aðrir. Maður á ákaflega erfitt með að skilja svona lagað, sérstaklega þegar það kemur frá "norrænum" vinum okkar, þar sem Íslendingar eru meira að segja í stjórn bankans. Þetta er allt farið að byggjast upp á hræðsluáróðri og einhverju tilfinningasukki, allt vegna þess að fáeinar manneskjur (og reyndar sofandi stjórnvöld), hafa sett restina af þjóðinni í þá stöðu að allt sem tengist Íslandi og Íslendingum er talið vont, svikult og glæpsamlegt. Mikið djö.... bull er þetta og sýnir okkur svart á hvítu hvernig manneskjan getur birst í sinni verstu mynd.


mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja Djörsey... Nýja Jórvík.... Nýja Ísland....

Nýja djörsey, Nýja Jórvík, Nýja Ísland. Hver er munurinn? Jú, ekki er talað sama tungumál á þessum "svæðum",en spillingin virðist vera sú sama. Fáum við Íslendingar einhverntíma að sjá fjöldahandtökur í þessum stíl, þar sem spillingaröflin verða látin svara til saka? Það er leitt að segja það. Ég efast stórlega um það.
mbl.is Stjórnmálamenn handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænlandsmafían?

Var þetta á leiðinni til Íslands? Ég bara spyr?
mbl.is Mesta hassmál Grænlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í von um betri tíð

Íslendingar verða að gera sér grein fyrir því að spilling blasir við víða í íslensku þjóðfélagi eins og kemur að hluta til fram í þessari frétt. Við megum ekki alveg gleyma okkur í Icesave dæminu, þó það sé grafalvarlegt. Spillingin er greinilega út um allt og nýjar fréttir af henni nánast á hverjum klukkutíma sem líður. Það er varla hægt að leggja þetta á eitt þjóðfélag á svo skömmum tíma en þetta er þjóðfélagið okkar og við verðum að leggjast á eitt um að hreinsa almennilega til, í von um betra og heilbrigðara þjóðfélag fyrir okkur öll.
mbl.is Gjaldþrotabeiðni tekin fyrir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki létt verk

Ja mikil er ábyrgð þessara tveggja sérfræðinga, sem báðir eru mjög mætir menn og treystandi til góðra verka. En verkið er erfitt því það hlýtur að verða að meta verkin út frá mörgum sjónarhornum og tengingum þeirra inn í hið íslenska þjóðfélag og einnig inn í hið alþjóðasamfélag. Hvenær voru verkin gerð o.s frv. o.s.frv.... Sem sagt ekki létt verk.
mbl.is Listaverkin gerð upp með bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolruglaðir menn á "línunni"

Hvers konar frétt er þetta? Er maðurinn... kannski blaðamaðurinn.... að tala um gömlu bankana eða nýju bankana? Er verið að segja í þessari frétt að innistæður í íslensku bönkunum séu í hættu? Sem sagt sparifé er ekki tryggt? Ekki þar fyrir að ég hafi nokkra trú á því að "sauðsvartur almúginn" eigi einhverjar fúlgur inni í bönkunum og allra síst eftir skipulagðasta og ósvífnasta rán Íslandssögunnar og þó víða væri leitað. Heil þjóð hefur verið rænd eigum sínum og virðingu af örfáum glæpamönnum, sem fróðir menn (insiders) telja, að hafi verið á "línunni", ef menn skilja hvert ég er að fara, alveg frá hinum lægst setta til hins hæst setta og með fyrrgreindum afleiðingum. Sem sagt kolruglaðir og stórhættulegir.... og það sem kannski verra er.... meira eða minna í skjóli stjórnvalda. Fréttin er a.m.k. skrýtin. Ekki veit ég hvort rétt er haft eftir Steingrími.... eða hvort blaðamaður er að spinna eitthvað.... þessi frétt fer illa í mig.
mbl.is Tryggðar þar til annað verður boðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Susan Boyle og ég

Þegar ég sá þessa manneskju fyrst, var eins og ÉG hefði fengið KÚLU í höfuðið. Þannig að ég skil alveg hvernig blessaðri konunni hefur liðið.
mbl.is Boyle: Eins og að fá kúlu í höfuðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þennan mann sá ég 2007

Þennan mann hef ég séð koma fram á Times Square Manhattan. Ég var þar á ferð með myndverkin mín og um það leyti skall á eitthvert mesta kuldakast síðari ára í New York. Menn flýttu sér milli húsa, svo mikill var kuldinn. Það kom þó ekki í veg fyrir að Robert Burck kæmi fram nakinn venju sinni trúr. Hann var umkringdur "kellingum", sem hömuðust við að troða dollurum oní nærbuxurnar hans. Hann birtist oftast eins og þruma úr heiðskíru lofti og hverfur á svipaðan hátt. Bara skemmtilegt.
mbl.is Nakinn frambjóðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt!

Það er gott að blessuð stúlkan er komin til Keflavíkur heilu og höldnu. En...... þetta er náttúrulega hreint ótrúleg saga. Sjálfur gekk ég víst stundum í svefni sem unglingur og mamma var vön að hafa enga aðskotahluti t.d. í ganginum heima svo sem strauborð og þvíumlíkt. Þetta var víst bara á unglingsárunum..... og vonandi geng ég ekki ennþá í svefni... þó sumir geti kannski stundum haldið það. En að ég tæki bílinn frá pabba eða öðrum, hvað þá æki honum, slapp ég við. Þetta verður að rannsaka nánar en auðvitað fyrir mestu að stúlkan og þeir sem hafa orðið á vegi hennar í þessum ökutúr sluppu ómeiddir.
mbl.is Ók landshluta á milli í svefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband