Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Thorberg 10.september. Mamma borgar.

Mamma borgar

Tobbi undirbýr sig undir háttinn

img017

Mamma borgar.............. mamma skal keyra heim..........mamma skal hugsa vel um litla kallinn sinn...........mamma skal skipta á rúminu í kvöld...........


Thorberg sunnudaginn 9. september

Tobbi finnur lífið

null

 Ég leita og lífið finn,

er við leggjum, kinn við kinn.

Og ég heyri, hjartsláttinn,

hef 'ann með mér inn í minn

 

 

 

 

 

 

 

 


Thorberg laugardaginn 8.september. September blús Tobba

Septemberblús Tobba

Rökkurtónar í skammdegi

null

 

Fyrst kemur september, svo kemur október, síðan  nóvember,

og sjúbbírarírei..... desember.

Shit... svo janúar, síðan febrúar, en svo koma mars, apríl og maí,

og mest öllum vetrinum  kastað á glæ.

En í þokunni greini ég örlitla þúst,

það er......júní, júlí og ágúst!!!!!

Bergur Thorberg

 

 

 

 


Thorberg föstudaginn 7. september

Tobbi og Tobba 

 

null

 

"Mikið var það nú gott hjá Ingibjörgu Sólrúnu að kalla heim íslenska herinn frá Írak".

"Ja elsku hjartað mitt, ekki veitir nú af mannskapnum hér heima þegar Rússsinn er að koma".


Thorberg í dag

Hér getið þið séð herra og frú Thorberg í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 7. september 2007.

Thorberg og Thorberg

 

Thorberg í dag
"Heldurðu að það sé óhætt að sitja hérna svona seint á föstudagskvöldi og það í miðbæ Reykjavíkur?"
---
"Já já elskan mín, ég pantaði víkingasveitina á staðinn ef þú skyldir byrja að narta í eyrað á mér" 

Dimmt yfir Modena

Stórkostlegur listamaður er allur. Listamaður sem hefur yljað mér um hjartaræturnar svo árum skiptir. Eins og engill af himnum ofan hefur hann sungið sig inn í heimsbyggðina og mun hans verða minnst svo lengi sem lífsandinn er dreginn á þessari jörð. Það sem kannski færri vita er að á seinni árum varð hann æ virkari sem málari, þó hann fari kannski ekki í sögubækurnar sem slíkur en í verkum hans mátti finna þá næmni sem einkenndi sönginn. Það er eins og vindurinn í Austurstræti sagði mér einu sinni: Það er alveg sama hvert listformið er, þetta er allt sami hluturinn, bara spurning um birtingarformið. Guð blessi minningu Luciano Pavarotti.

 

 


Dómsmálaráðherra í pungbrynju

Mikið eigum við góðan dómsmálaráðherra. Það er leitun að öðrum eins. Nýjustu fréttir herma að okkar ágæti ráðherra ætli að taka sér stöðu á Lækjartorgi um hverja helgi til verndar samborgurum sínum. Geri aðrir betur. Ég sem bý í miðbænum anda strax léttar. Frá Lækjartorgi hefur ráðherrann gott útsýni niður Austurstrætið og upp Bakarabrekkuna og inn Lækjargötuna. Ekki verður ráðist á stjórnarráðið né heldur seðlabankann meðan ráðherrann stendur á torginu( sem er eiginlega ekki lengur torg), enda mun hann klæðast áberandi búningi sem fæla mun alla ofbeldisseggi (karlmenn jafnt sem konur) á braut hið snarasta. Og ef einhverjum myndi detta í hug sú firra að ráðast að ráðherranum þá er ég hræddur um að sá hinn sami myndi fljótt hrökklast burt þegar hann mætir stinnu stálinu sem ráðherrann klæðist inn undir jakkafötunum. Og ef það dugar ekki til mun hann halda örstutta ræðu og mun þá sjást undir iljar ofbeldisseggja og annarra misyndismanna med det samme. Nú get ég hætt við fyrirætlanir mínar sem ég lýsti í blogginu mínu í ágúst og tek mér bessaleyfi að birta hér aftur fyrir neðan. Lengi lifi dómsmálaráðherra!

 

Pungbrynja og stálgalli----- Stál og hnífur

Eftir að hafa heyrt fréttir af næturlífinu í Reykjavík og ekki síst vegna þess að gönguleiðir mínar liggja í gegnum þetta átakasvæði, hef ég ákveðið að búa til eða kaupa eftirfarandi hluti: Stálhlífar á bæði eyru, skothelda nefhettu, skotheld dökk gleraugu, riddarabrynju til að nota ef ástandið er óvenju slæmt, algerlega skothelda pungbrynju, stálplástur fyrir munninn, gervihár úr stáli, og fullkominn stálbúning, sem ég get verið í innan undir jakkafötunum. Svo þegar ég fer úr þeim, hver veit nema ég ætti meiri séns í stelpurnar. Þessi vinna verður að fara í gang strax að lokinni verslunarmannahelgi, enda kannski meiri friður þá, þegar þjóðin staulast heim til sín á brauðfótum eftir stórkostlegt vinnuframlag um helgina, sem því miður sést ekki alltaf í hinni raunverulegu launavinnu þessa fólks.

ps. Ég verð auðvitað að hafa hníf í vasanum ef ég kem honum fyrir. Sem sagt: Stál og hnífur.


 

 

 

 


Endanleg úrslit í stökukeppni Bergs Thorbergs

Hér birtast stökurnar er hlutu náð fyrir augum dómnefndar í ferskeytlu og limrukeppninni.

1. verðlaun, kaffimálverk á striga eftir Berg Thorberg:


Hróður eflir magran mann,

miðlungsljóðið skjallar.

Góður smiður verkið vann,

varla finnast gallar.



  (Og afturábak:)

Gallar finnast, varla vann

verkið smiður góður.

Skjallar ljóðið miðlungsmann,

magran eflir hróður.

 

2. verðlaun: Kaffimynd eftir Berg Thorberg.

 

Að vera barn er púl og puð,

pissa, kúka, æla.

Toga í hár og totta snuð,

teyga mjólk og skæla.

 

3.verðlaun: Kaffimynd eftir Berg Thorberg

Þó útlitið sé allra verst,
og egóið helsta meinið;
þá er ég eins og fólk er flest,
fallegur inn við beinið.

Valið var erfitt en þetta varð niðurstaðan. Ég vil þakka öllum þeim sem nenntu að taka þátt og ykkur öllum fyrir að nenna að lesa bloggið mitt. Þeir sem kannast við vísurnar sínar hér fyrir ofan geta haft samband við mig í s. 692 4321 eða skrifað mér á: thorberg@thorberg.is

Annars hef ég samband sjálfur.

Núna verð ég því miður að yfirgefa ykkur um stundarsakir, því konan í myndavélasímanum segir að maturinn sé tilbúinn.

Kærar kveðjur,

Bergur Thorberg





















 


Jóhannes tælir Júdas upp við barinn nr. 2

Vegna aðalumræðu dagsins vil ég enn og aftur minna á bloggfærslu mína "Jóhannes tælir Júdas upp við barinn", sem er texti sem ég samdi 1984 við lag mitt sem finna má á plötu minni "Metsöluplata" sem kom út 1989. Hún seldist í 167 eintökum. Að því tilefni lét ég gera 167 númeruð eintök á CD nú í ár. Umslögin eru öll myndskreytt af mér og er ekkert þeirra eins. Þessi diskur er ennþá falur hjá mér. Hann er einkum ætlaður viðkvæmum sálum. Sjálfur fékk ég örlítið bágt fyrir vínylinn minn á sínum tíma. Færsluna finnið þið á forsíðunni hjá mér. Úrslitin í ljóðakeppninni koma í kvöld.

Ps. Þið getið líka séð málverkið mitt: "The last supper on pin street", neðar á síðunni, en það er eingöngu málað með kaffi og hangir einhversstaðar í USA.


Stjörnublaðamennska

Getur einhver útskýrt fyrir mér ( kannski eitthvað af Moggafólkinu) hvers vegna birtist gluggi á skjánum hjá mér, þegar ég vil skoða einhverja frétt á forsíðu Mbl., þar sem ég er spurður hvaða stjörnumerki ég vilji að birtist á forsíðunni? Þó ég sé með stjörnur í augunum þá vil ég bara hafa þær út af fyrir mig. Takk fyrir. Eru það kannski bara stjörnurnar sem stýra forsíðu Morgunblaðsins?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband